„Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir. '''Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir''' húsfreyja fæddist 15. mars 1917 í Odda við Vestmannabraut 63 og lést 7. janúar 2009.<br> Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson frá Dölum, rafstöðvarstjóri, f. 16. mars 1889, d. 6. apríl 1930, og kona hans Tómasína Elín Eiríksdóttir frá...) |
m (Verndaði „Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. mars 2023 kl. 14:32
Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir húsfreyja fæddist 15. mars 1917 í Odda við Vestmannabraut 63 og lést 7. janúar 2009.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson frá Dölum, rafstöðvarstjóri, f. 16. mars 1889, d. 6. apríl 1930, og kona hans Tómasína Elín Eiríksdóttir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi, húsfreyja, f. 22. júlí 1889, d. 6. október 1941.
Vigdís var með foreldrum sínum. Hún var einbirni.
Þau Gísli giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu við Heimagötu 1, þá við Heimagötu 15 fram að Gosi 1973, síðan við Höfðaveg 20.
Gísli lést 1980 og Guðrún 2009.
I. Maður Guðrúnar Vigdísar, (20. desember 1941), var Magnús Gísli Gíslason stórkaupmaður, f. 22. nóvember 1917, d. 9. október 1980.
Börn þeirra:
1. Haraldur Sveinbjörn Gíslason framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1942 að Heimagötu 1. Kona hans Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir.
2. Rannveig Vigdís Gísladóttir, f. 27. janúar 1946 að Heimagötu 15. Maður hennar Hjörtur Hermannsson.
3. Kristín Elín Gísladóttir, f. 26. nóvember 1947 að Heimagötu 15. Maður hennar Gunnlaugur Ólafsson.
4. Helga Gísladóttir, f. 18. september 1951 að Heimagötu 15. Maður hennar Geir Sigurlásson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. janúar 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.