„Blik“: Munur á milli breytinga
mEkkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Blik var blað málfundafélags [[Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja|Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum]]. Það var fyrst gefið út árið 1936 og hélt útgáfa þess áfram með stuttum hléum, stundum annað hvert ár, en á stundum árlega til ársins 1980. | Blik var blað málfundafélags [[Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja|Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum]]. Það var fyrst gefið út árið 1936 og hélt útgáfa þess áfram með stuttum hléum, stundum annað hvert ár, en á stundum árlega til ársins 1980. | ||
Athafnamaðurinn og skólastjóri Gagnfræðaskólans, [[Þorsteinn Víglundsson]], var stofnandi þess og ritstjóri og urðu árgangarnir alls 34. Hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1963 og þar eftir tók hann að mestu við skrifunum í Blik og nefndist þá ritið ársrit Vestmannaeyja. Þorsteinn var kosinn, einróma af [[bæjarstjórn|bæjarstjórninni]], [[heiðursborgarar|heiðursborgari]] í Vestmannaeyjum árið 1978 fyrir framlag sitt til menningarmála. | Athafnamaðurinn og skólastjóri Gagnfræðaskólans, [[Þorsteinn Víglundsson]], var stofnandi þess og ritstjóri og urðu árgangarnir alls 34 á 45 árum. Hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1963 og þar eftir tók hann að mestu við skrifunum í Blik og nefndist þá ritið ársrit Vestmannaeyja. Þorsteinn var kosinn, einróma af [[bæjarstjórn|bæjarstjórninni]], [[heiðursborgarar|heiðursborgari]] í Vestmannaeyjum árið 1978 fyrir framlag sitt til menningarmála. | ||
== Greinar == | == Greinar == |
Útgáfa síðunnar 2. október 2006 kl. 16:04
Blik var blað málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Það var fyrst gefið út árið 1936 og hélt útgáfa þess áfram með stuttum hléum, stundum annað hvert ár, en á stundum árlega til ársins 1980.
Athafnamaðurinn og skólastjóri Gagnfræðaskólans, Þorsteinn Víglundsson, var stofnandi þess og ritstjóri og urðu árgangarnir alls 34 á 45 árum. Hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1963 og þar eftir tók hann að mestu við skrifunum í Blik og nefndist þá ritið ársrit Vestmannaeyja. Þorsteinn var kosinn, einróma af bæjarstjórninni, heiðursborgari í Vestmannaeyjum árið 1978 fyrir framlag sitt til menningarmála.
Greinar
Greinar í Blik voru um menningarmál af fjölbreyttum toga en endurspegluðu þó áhugamál Þorsteins vel og í fyrstu tölublöðunum fékk Þorsteinn góða aðstoð frá nemendum sínum með skriftir. Greinarnar fjölluðu m.a. um einstaklinga, merka atburði, daglegt líf, atvinnumál, sögu, safnamál, spaug og spé, bindindismál og efnisyfirlit byggðasafnsmuna.