„Jón Guðmundsson (söngur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Guðmundsson''' auknefndur ,,söngur‘‘ eða ,,nokkur‘‘ fæddist um 1800 og lést 12. desember 1836.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Þorgeirsson f. 1779 í Sjávarborgarsókn í Skagafirð, d. 1. janúar 1853 og Guðrún Jónsdóttir, f. 1763, dóttir Jóns ,,trítilsunga‘‘ , f. 1743, d. 22. september 1811, bónda á Kárastöðum í Hegranesi 1766 og Ketu í Hegranesi 1768, en í Réttarholti í Blönduhlíð 1786-1...)
 
m (Verndaði „Jón Guðmundsson (söngur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2023 kl. 13:56

Jón Guðmundsson auknefndur ,,söngur‘‘ eða ,,nokkur‘‘ fæddist um 1800 og lést 12. desember 1836.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorgeirsson f. 1779 í Sjávarborgarsókn í Skagafirð, d. 1. janúar 1853 og Guðrún Jónsdóttir, f. 1763, dóttir Jóns ,,trítilsunga‘‘ , f. 1743, d. 22. september 1811, bónda á Kárastöðum í Hegranesi 1766 og Ketu í Hegranesi 1768, en í Réttarholti í Blönduhlíð 1786-1789 og í Framnesi í Blönduhlíð 1789 til dd. Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Valgerður Gísladóttir vinnukona, f. 1717, grafin 25. mars 1784, þá ekkja Hallgríms ,,hörkumanns‘‘ Jónssonar bónda í Torfgarði á Langholti, á lífi 1753.

„Jón Gvendsson stal og strauk, fór í Rasphúsið, kom aftur og flæktist í Vestmannaeyjar til föður síns.“ (Espólín).
Úr fangaskránni sem fylgir ritgerð Sigríðar Hjördísar Jörundsdóttur um íslenska sakamenn í Kaupmannahöfn:
,,Jón Guðmundsson úr Skagafirði, fæddur 1800, dæmdur fyrir þjófnað, skráður 7. maí 1822 í tugthúsið. Jón var kallaður söngur eða nokkur. Hann var látinn laus 1. október 1825.‘‘

I. Barnsmóðir Jóns var Kristín Gísladóttir, f. 24. apríl 1801 á Syðri-Rauðalæk í Holtahreppi, Rang., húsfreyja á Hárlaugsstöðum, d. 8. ágúst 1880.
Barn þeirra:
1. Kristín Jónsdóttir nefnd ,,skella‘‘, áður húsfreyja á Læk í Krýsuvík, síðan í Kró í Eyjum, f. 5. október 1833, d. 31. mars 1921. Sambúðarmaður í Krýsuvík Hannes ,,roðauga‘‘ Hannesson. Sambúðarmaður í Eyjum Eyjólfur Jónsson sjómaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010. Athugasemdir, bls. 606.
  • Íslendingabók.
  • Sigríður Hjördís Jörundsdóttir.
  • Þorgils Jónasson Þorbergs Guðmundssonar.
  • Ættatölubækur Jóns Espólíns.
  • Ættir Austur-Húnvetninga I, bls. 36. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.