Jón Guðmundsson (söngur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Guðmundsson auknefndur ,,söngur‘‘ eða ,,nokkur‘‘ fæddist um 1800 og lést 12. desember 1836.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorgeirsson f. 1779 í Sjávarborgarsókn í Skagafirð, d. 1. janúar 1853 og Guðrún Jónsdóttir, f. 1763, dóttir Jóns ,,trítilsunga‘‘ , f. 1743, d. 22. september 1811, bónda á Kárastöðum í Hegranesi 1766 og Ketu í Hegranesi 1768, en í Réttarholti í Blönduhlíð 1786-1789 og í Framnesi í Blönduhlíð 1789 til dd. Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Valgerður Gísladóttir vinnukona, f. 1717, grafin 25. mars 1784, þá ekkja Hallgríms ,,hörkumanns‘‘ Jónssonar bónda í Torfgarði á Langholti, á lífi 1753.

„Jón Gvendsson stal og strauk, fór í Rasphúsið, kom aftur og flæktist í Vestmannaeyjar til föður síns.“ (Espólín).
Úr fangaskránni sem fylgir ritgerð Sigríðar Hjördísar Jörundsdóttur um íslenska sakamenn í Kaupmannahöfn:
,,Jón Guðmundsson úr Skagafirði, fæddur 1800, dæmdur fyrir þjófnað, skráður 7. maí 1822 í tugthúsið. Jón var kallaður söngur eða nokkur. Hann var látinn laus 1. október 1825.‘‘

I. Barnsmóðir Jóns var Kristín Gísladóttir, f. 24. apríl 1801 á Syðri-Rauðalæk í Holtahreppi, Rang., húsfreyja á Hárlaugsstöðum, d. 8. ágúst 1880.
Barn þeirra:
1. Kristín Jónsdóttir nefnd ,,skella‘‘, áður húsfreyja á Læk í Krýsuvík, síðan í Kró í Eyjum, f. 5. október 1833, d. 31. mars 1921. Sambúðarmaður í Krýsuvík Hannes ,,roðauga‘‘ Hannesson. Sambúðarmaður í Eyjum Eyjólfur Jónsson sjómaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010. Athugasemdir, bls. 606.
  • Íslendingabók.
  • Sigríður Hjördís Jörundsdóttir.
  • Þorgils Jónasson Þorbergs Guðmundssonar.
  • Ættatölubækur Jóns Espólíns.
  • Ættir Austur-Húnvetninga I, bls. 36. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.