„Theodóra Kristinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Theodóra Þuríður Kristinsdóttir. '''Theodóra Þuríður Kristinsdóttir''' húsfreyja, sagnfræðingur fæddist 11. nóvember 1940 á Þingvöllum og lést 4. mars 2006.<br> Foreldrar hennar voru Kristinn Magnússon frá Sólvangi, skipstjóri, verslunarstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984, og kona hans Helga Jóhannesdóttir (hjúkrunarfræðing...)
 
m (Verndaði „Theodóra Kristinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. nóvember 2022 kl. 19:33

Theodóra Þuríður Kristinsdóttir.

Theodóra Þuríður Kristinsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur fæddist 11. nóvember 1940 á Þingvöllum og lést 4. mars 2006.
Foreldrar hennar voru Kristinn Magnússon frá Sólvangi, skipstjóri, verslunarstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984, og kona hans Helga Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1907, d. 4. nóvember 1993.

Börn Helgu og Kristins:
1. Drengur, f. 10. desember 1936, d. 18. maí 1937.
2. Ólafur Magnús Kristinsson sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, f. 2. desember 1939 á Þingvöllum, d. 4. janúar 2018. Kona hans Inga Þórarinsdóttir.
3. Theodóra Þuríður Kristinsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, f. 11. nóvember 1940 á Þingvöllum, d. 4. mars 2006. Maður hennar Daníel J. Kjartansson.
4. Vilborg Hanna Kristinsdóttir, f. 28. mars 1942, d. 26. júlí 1942.
5. Jóhannes Kristinsson sjómaður, f. 11. maí 1943 í Godthaab, d. 14. júlí 1990. Kona hans Geirrún Tómasdóttir.
6. Helgi Kristinsson sjómaður, f. 12. nóvember 1945 á Heiðarvegi 34, drukknaði 5. nóvember 1968.
7. Guðrún Helga Kristinsdóttir kennari, f. 22. maí 1948 á Heiðarvegi 34. Maður hennar Bjarni Gunnarsson.

Theodóra var með foreldrum sínum í æsku, á Þingvöllum, í Godthaab við Strandveg 11 og á Heiðarvegi 34.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1956. Síðar varð hún stúdent í öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð og lauk prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Þau Daníel giftu sig 1960, eignuðust sex börn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1960 og til Hveragerðis 1999, bjuggu á Borgarheiði 9v.
Theódóra lést 2006.

I. Maður Theodóru, (30. janúar 1960), er Daníel Jón Kjartansson, f. 12. janúar 1940.
Börn þeirra:
1. Kristinn Daníelsson vélfræðingur, f. 29. júní 1958, d. 17. apríl 2020. Kona hans Vilhelmína S. Ólafsdóttir.
2. Anna Kristín Daníelsdóttir forstjóri hjá Matís, f. 8. júlí 1960. Fyrrum maður hennar Jón M. Einarsson. Maður hennar Björn Jónsson.
3. Kjartan Daníelsson matreiðslumaður, býr í Bandaríkjunum, f. 7. mars 1962. Kona hans Edda Rós Karlsdóttir.
4. Helga Daníelsdóttir starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga, f. 11. nóvember 1963. Sambúðarmaður hennar Ólafur Björn Stefánsson.
5. Ólafur Jón Daníelsson pípulagningameistari, f. 18. október 1965. Kona hans Unnur Berglind Hauksdóttir.
6. Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri á Dalvík, f. 17. október 1967. Fyrrum kona hans Mia Nordby Jensen. Kona hans Helga Kristín Sveinbjörnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.