„Þorsteinn Jónsson yngri (Laufási)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Þorsteinn Jónsson. '''Þorsteinn Jónsson''' frá Laufási við Austurveg 5, skipasmiður, veitingamaður fæddist þar 29. maí 1951 og lést 9. apríl 2010.<br> Foreldrar hans voru Jón Guðleifur Ólafsson frá Garðsstöðum, vélstjóri, bifreiðastjóri, yfirfiskimatsmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985, og kona hans Anna Þorsteinsdóttir (Laufási)|Anna Þor...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Jónsson yngri (Laufási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 16. október 2022 kl. 13:09
Þorsteinn Jónsson frá Laufási við Austurveg 5, skipasmiður, veitingamaður fæddist þar 29. maí 1951 og lést 9. apríl 2010.
Foreldrar hans voru Jón Guðleifur Ólafsson frá Garðsstöðum, vélstjóri, bifreiðastjóri, yfirfiskimatsmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985, og kona hans Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.
Börn Önnu og Jóns Guðleifs:
1. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, útgerðarmaður, síðar launafulltrúi á Sjúkrahúsinu, f. 6. september 1941 í Laufási.
2. Ólafur Jónsson skrifstofumaður, f. 23. júní 1948 í Laufási.
3. Þorsteinn Jónsson skipasmiður, síðar veitingamaður, f. 19. maí 1951 í Laufási, d. 9. apríl 2010.
4. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Lifrarsamlagsins, síðar verslunarstjóri, f. 9. desember 1956 á Austurvegi 3.
Þorsteinn var með foreldrum sínum, í Laufási og við Austurveg 3.
Hann varð gagnfræðingur, lærði skipasmíði.
Þorsteinn vann við iðn sína, var einn af stofnendum skipasmíðastöðvarinnar Bása. Hann vann við smíði Gullbergs VE 292 í Noregi. Síðan vann hann um skeið í Fiskiðjunni, en 1992 hóf hann veitingarekstur í Eyjum og síðar á Hvolsvelli og stundaði reksturinn til 2004, er hann hætti vegna veikinda.
Þorsteinn var formaður Týs um skeið og starfaði í Þjóðhátíðarnefnd í mörg ár.
Þau Aðalheiður hófu sambúð 1983, eignuðust eitt barn. Aðalheiður hafði eignast 3 börn í fyrra hjónabandi. Þau bjuggu síðast á Foldahrauni 41b.
Þorsteinn lést 2010.
I. Sambúðarkona Þorsteins er Aðalheiður Sæmundsdóttir frá Heylæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 15. desember 1942. Foreldrar hennar voru Sæmundur Úlfarsson bóndi, f. 27. ágúst 1905, d. 16. febrúar 1982, og Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1915, d. 24. júní 2007.
Barn þeirra:
1. Anna Þorsteinsdóttir íslenskufræðingur, bankastarfsmaður, f. 19. desember 1983. Maður hennar Ragnar Örn Ragnarsson.
Börn Aðalheiðar og fyrri manns hennar Eggerts Ingvars Ingólfssonar.
1. Guðlaug Ingvarsdóttir starfsmaður í mötuneyti, f. 7. maí 1963. Sambúðarmaður hennar Olav Heimir Davidson.
2. Ingólfur Ingvarsson sjómaður, f. 20. júlí 1966. Kona hans Snjólaug Elín Árnadóttir.
3. Sæmundur Ingvarsson vélvirki, f. 19. febrúar 1969. Kona hans Börg Egilsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Aðalheiður.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. maí 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.