„Guðni Sigurðsson (Ráðagerði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðni Sigurðsson''' frá Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, sjómaður, verkamaður fæddist þar 5. nóvember 1899 og lést 15. nóvember 1985.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson bóndi og formaður við Landeyjasand, f. 28. júní 1851 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 14. apríl 1910 í Eyjum, og kona hans Steinunn Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1856 á Kirkjulandi í A.-Landeyjum, d. 11. júní 1954. Börn Steinunnar og Sigurðar í Eyjum:<br> 1....) |
m (Verndaði „Guðni Sigurðsson (Ráðagerði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. maí 2022 kl. 13:18
Guðni Sigurðsson frá Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, sjómaður, verkamaður fæddist þar 5. nóvember 1899 og lést 15. nóvember 1985.
Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson bóndi og formaður við Landeyjasand, f. 28. júní 1851 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 14. apríl 1910 í Eyjum, og kona hans Steinunn Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1856 á Kirkjulandi í A.-Landeyjum, d. 11. júní 1954.
Börn Steinunnar og Sigurðar í Eyjum:
1. Guðmundur Sigurðsson í Heiðardal, f. 11. október 1881, d. 22. mars 1975.
2. Ísleifur Sigurðsson í Ráðagerði, f. 4. september 1884, d. 18. febrúar 1960.
3. Guðni Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 5. nóvember 1899, d. 15. nóvember 1985.
Guðni var með foreldrum sínum í Litlu-Hildisey 1901. Faðir hans lést 1910 og hann var með ekkjunni móður sinni hjá Guðmundi bróður sínum í Litlu-Hildisey 1910 og bjó hjá Árnýju systur sinni þar 1920.
Hann flutti til Eyja 1933, var með Guðbjörgu konu sinni í Ráðagerði við Skólaveg 19, eignaðist Erlu þar 1935, flutti að Miðbæ við Faxastíg 18 1949, bjó þar til 1973. Þá flutti hann til Reykjavíkur, bjó í Bólstaðarhlíð 48, en Guðbjörg hafði flutt þangað áður.
I. Kona Guðna var Guðbjörg Guðvarðardóttir frá Austur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 16. desember 1894, d. 22. mars 1978.
Barn þeirra:
1. Erla Guðnadóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. apríl 1935 í Ráðagerði við Skólaveg 19, d. 19. júlí 1999. Barnsfaðir hennar Sigurður Jóhann Jóhannsson. Maður hennar Helgi Pálmarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. júlí 1999. Minning Erlu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.