Guðbjörg Guðvarðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Guðvarðardóttir frá Austur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja fæddist 16. desember 1894 í Þinghól í Hvolhreppi, Rang. og lést 22. mars 1978.
Foreldrar hennar voru Guðvarður Tómasson, þá vinnumaður á Stórólfshvoli, f. 7. mars 1875, d. um 1918, og Katrín Sigurðardóttir, þá ógift í Þinghól, f. 1. apríl 1865, d. 12. júní 1937.

Guðbjörg var með vinnukonunni móður sinni á Austur-Sámsstöðum 1901, var hjú á Teigi í Fljótshlíð 1910, í Árkvörn þar 1920.
Þau Guðni giftu sig, eignuðust eitt barn.
Þau fluttu til Eyja 1933, bjuggu í Ráðagerði við Skólaveg 19 til 1949, síðan í Miðbæ við Faxastíg 18. Guðbjörg hafði flutt til Reykjavíkur fyrir 1972, en Guðni og Erla dóttir hans fluttu 1973, bjuggu við Bólstaðarhlíð 48.
Guðbjörg lést 1978 og Guðni 1985.

I. Maður Guðbjargar var Guðni Sigurðsson, sjómaður, verkamaður frá Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, f. þar 5. nóvember 1899, d. 15. nóvember 1985.
Barn þeirra:
1. Erla Guðnadóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. apríl 1935 í Ráðagerði við Skólaveg 19, d. 19. júlí 1999. Barnsfaðir hennar Sigurður Jóhann Jóhannsson. Maður hennar Helgi Pálmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.