„Ingi Þorbjörnsson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingi Þorbjörnsson''' frá Kirkjubæ, verkamaður, bústjóri, bifreiðastjóri fæddist þar 21. janúar 1931 og lést 25. ágúst 2018.<br> Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, bóndi á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974, og kona hans Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 22. september 1898, d. 28. júlí 197...) |
m (Verndaði „Ingi Þorbjörnsson (Kirkjubæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 20. febrúar 2022 kl. 11:41
Ingi Þorbjörnsson frá Kirkjubæ, verkamaður, bústjóri, bifreiðastjóri fæddist þar 21. janúar 1931 og lést 25. ágúst 2018.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson frá Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi, bóndi á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974, og kona hans Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja, f. 22. september 1898, d. 28. júlí 1976.
Börn Þorbjarnar og Helgu:
1. Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 16. maí 1919 á Vilborgarstöðum, d. 10. október 1990.
2. Leifur Þorbjörnsson bókbindari, f. 21. mars 1921, d. 12. apríl 2000.
3. Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri, f. 4. júlí 1923, d. 31. október 1998.
4. Björn Þorbjörnsson húsgagnabólstrari, f. 17. apríl 1929, d. 29. apríl 2014.
5. Ingi Þorbjörnsson verkamaður, bústjóri, bifreiðastjóri, f. 21. janúar 1931, d. 25. ágúst 2018.
Ingi var með foreldrum sínum í æsku og vann hjá þeim landbúnaðarstörf, var bústjóri þar meðan vært var. Býlið sem var á Kirkjubæjartorfunni nefndist Austari-Hlaðbær að gömlum sið, einnig Suðurbær.
Hann keypti vörubíl eftir Gosið 1973 og vann um skeið í Vörubílastöðinni við hreinsun bæjarins og annað sem til féll.
Ingi flutti til Reykjavíkur ók hjá Vörubílastöðinni Þrótti meðan heilsa hans leyfði.
Þau Dóra giftu sig 1976, eignuðust ekki börn, en Dóra átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi sínu með Kristni Hannessyni verslunarmanni í Reykjavík. Þau Dóra og Ingi bjuggu í Safamýri hátt í 23 ár.
Dóra lést 2000.
Ingi bjó áfram í Safamýri, en fluttist á Hjúkrunarheimilið Eir 2017.
Hann lést 2018.
I. Kona Inga, (13. febrúar 1976), var Dóra Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 2. september 1925 á Stað á Eyrarbakka, d. 25. nóvember 2000 á heimili sínu. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigurjónsson skipasmiður og útvegsbóndi, f. 18. janúar 1891, d. 4. apríl 1968, og Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1902, d. 14. nóvember 1972.
Þau voru barnlaus, en börn Dóru eru:
1. Guðmunda Kristinsdóttir, f. 16. október 1948.
2. Sigríður Hanna Kristinsdóttir, f. 19. mars 1952.
3. Hannes Kristinsson, f. 7. október 1956.
4. Þóra Kristinsdóttir, f. 21. september 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 5. september 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.