„Sigríður Anna Sigurjónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Anna Sigurjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Sigridur Anna Sigurjonsdottir og Axel Jonsson.jpg|thumb|250px|''Sigríður Anna Sigurjónsdóttir og Axel Júlíus Jónsson.]]
'''Sigríður Anna Sigurjónsdóttir''' frá [[Víðidalur|Víðidal]], húsfreyja fæddist 15. ágúst 1915 á [[Hrafnagil|Hrafnagili við Vestmannabraut 29]] og lést 5. október 1989 á Sjúkrahúsinu á Selfossi.<br>
'''Sigríður Anna Sigurjónsdóttir''' frá [[Víðidalur|Víðidal]], húsfreyja fæddist 15. ágúst 1915 á [[Hrafnagil|Hrafnagili við Vestmannabraut 29]] og lést 5. október 1989 á Sjúkrahúsinu á Selfossi.<br>
Foreldrar hennar voru [[Sigurjón Jónsson (Víðidal)|Sigurjón Jónsson]] sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum
Foreldrar hennar voru [[Sigurjón Jónsson (Víðidal)|Sigurjón Jónsson]] sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum

Útgáfa síðunnar 19. mars 2024 kl. 17:40

Sigríður Anna Sigurjónsdóttir og Axel Júlíus Jónsson.

Sigríður Anna Sigurjónsdóttir frá Víðidal, húsfreyja fæddist 15. ágúst 1915 á Hrafnagili við Vestmannabraut 29 og lést 5. október 1989 á Sjúkrahúsinu á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1933, og kona hans Guðríður Sigurbjörg Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1886 í Dalseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 16. ágúst 1956.

Börn Guðríðar og Sigurjóns:
1. Sigríður Anna Sigurjónsdóttir, f. 15. ágúst 1915, d. 5. október 1989.
2. Björg Sigurjónsdóttir, f. 19. janúar 1917, d. 2. mars 2004.
3. Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
4. Þóra Sigurjónsdóttir, f. 17. júní 1924 í Víðidal, d. 1. maí 2012.
5. Soffías Sigurjónsson, f. 8. maí 1926 í Víðidal, d. 5. ágúst 1931.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var tæpra átján ára.
Sigríður var kaupakona og í vist á yngri árum sínum.
Þau Axel giftu sig 1940, eignuðust fjögur börn. Þau voru bændur í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum 1940-1978, fluttu á Selfoss og bjuggu þar síðan. Sigríður vann þar hjá Sláturfélag Suðurlands.
Sigríður var um skeið í stjórn Kvenfélagsins Freyju. Sigríður Anna lést 1989 og Axel 1994.

I. Maður Sigríðar Önnu, (27. janúar 1940), var Axel Júlíus Jónsson bóndi, f. 9. júlí 1914 á Uxahrygg í V-Landeyjum, d. 30. ágúst 1994 á Selfossi. Foreldrar hans voru Jón Helgason bóndi í Stór-Hildisey, f. 21. desember 1877 í Vindási á Rangárvöllum, d. 6. febrúar 1952, og kona hans Ingigerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1885, d. 19. mars 1958. Hún var dóttir Ingibjargar Einarsdóttur vinnukonu, f. 8. mars 1854, d. 24 apríl 1905.
Börn þeirra:
1. Guðjón Axelsson lögreglumaður á Selfossi, f. 26. apríl 1941. Kona hans Ágústa Ágústsdóttir.
2. Ingigerður Axelsdóttir sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík, f. 12. júlí 1944. Fyrrum maður hennar Sigurjón Einarsson. Sambúðarmaður Steinar Jóhannsson.
3. Jón Axelsson verkamaður á Selfossi, f. 30. mars 1950, ókvæntur.
4. Erla Axelsdóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 16. febrúar 1952, d. 30. október 2016. Maður hennar Birgir Schram.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 28. nóvember 1989. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.