„Birgir Símonarson (bifvélavirki)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. apríl 2021 kl. 11:43

Birgir Símonarson bifvélavirki, fæddist 16. september 1940 í Garðhúsum.
Foreldrar hans voru Símon Bárðarson frá Holti í Álftaveri, sjómaður, f. 7. mars 1914, d. 10. maí 1981, og kona hans Þórhildur Bárðardóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu, húsfreyja, f. 8. júní 1916, d. 6. júlí 1988.

Börn Þórhildar og Símonar:
1. Birgir Símonarson bifvélavirki, f. 16. september 1940.
2. Jóna Sigrún Símonardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1945, d. 11. nóv. 1996.

Birgir lærði rafvirkjun hjá Hreggviði Jóssyni, lauk sveinsprófi 1962. Hann vann síðan hjá Hreggviði og síðan hjá Kristni Karlssyni.
Þau Klara giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hrauntúni 4.
Margrét Klara lést 2011.
Birgir býr að Kleifahrauni 6b.

1. Kona Birgis, (28. desember 1963), var Klara Bergsdóttir frá Hörgsholti við Skólaveg 10, húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1941, d. 22. júní 2011.
Börn þeirra:
1. Elva Björk Birgisdóttir húsfreyja, fyrrverandi bóndi í Hlíð u. Eyjafjöllum, f. 17. september 1963. Fyrrum maður hennar Sigurgeir Líndal Ingólfsson.
2. Jóhanna Birgisdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 26. febrúar 1968. Fyrrum maður hennar Rafn Kristjánsson. Maður hennar Friðrik Sæbjörnsson.
3. Rúnar Þór Birgisson netagerðarmeistari, f. 1. október 1970. Kona hans Íris Pálsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.