„Hallberg Halldórsson (kaupmaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
I. Fyrri kona hans, (skildu), var [[Þuríður Sigurðardóttir (Mosfelli)|Þuríður Sigurðardóttir]] húsfreyja, f.  22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, d. 6. apríl 1998.<br>
I. Fyrri kona hans, (skildu), var [[Þuríður Sigurðardóttir (Mosfelli)|Þuríður Sigurðardóttir]] húsfreyja, f.  22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, d. 6. apríl 1998.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir]] húsfreyja, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.<br>
1. [[Halldóra Hallbergsdóttir|Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir]] húsfreyja, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.<br>
2. [[Jenný Hallbergsdóttir]] húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.<br>
2. [[Jenný Hallbergsdóttir]] húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.<br>



Útgáfa síðunnar 28. ágúst 2022 kl. 19:56

Hallberg Halldórsson bifreiðastjóri, síðar kaupmaður fæddist 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum og lést 24. september 1982.
Foreldrar hans voru Halldór Einarsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 25. nóvember 1884 í Saurbæ í Holtum, d. 22. ágúst 1942, og sambýliskona hans Sigríður Guðjónsdóttir frá Sölvaholti í Hraungerðishreppi, húsfreyja, síðast í Njarðvíkum, f. 9. október 1887, d. 12. september 1967.
Fósturforeldrar Hallbergs voru Ófeigur Sigurðsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 20. febrúar 1851, d. 11. júní 1940 og kona hans Halldóra Halldórsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1850, d. 29. mars 1933.

Hallberg var með foreldrum sínum á Grettisgötu 42 B í Reykjavík 1910, en foreldrar hans skildu og hann ólst upp í Borgarkoti á Skeiðum. Þar var hann 1920 og enn 1930.
Þau Þuríður hófu búskap á Stokkseyri, eignuðust Halldóru 1932, fluttust til Eyja 1935. Þau bjuggu á Mosfelli við fæðingu Jennýjar 1935, á Helgafellsbraut 17 1940 og 1945.
Þau Þuríður skildu.
Hallberg giftist Irmu 1950. Þau bjuggu á Steinsstöðum, eignuðust tvö börn.
Hann var verslunarstjóri hjá Einari Sigurðssyni á Þingvöllum, stofnaði síðan verslunina Borg og rak hana. Við Gos fluttust þau Irma í Kópavog. Þeir Hallberg og Björgvin Magnússon stofnuðu verslunina Skerjaver og ráku hana saman.
Hallberg lést 1982.

Hallberg var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), var Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum, d. 6. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.
2. Jenný Hallbergsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.

II. Síðari kona hans, (24. desember 1950), var Irma Pöhls Halldórsson, húsfreyja, f. 12. mars 1929.
Börn þeirra:
3. Helga Jósefína Hallbergsdóttir, BA-próf í íslensku og sagnfræði, M.A-próf í menningarmiðlun, forstöðumaður Byggðasafnsins í Eyjum, f. 3. júní 1952 á Steinsstöðum.
4. Ragnar Werner Hallbergsson tölvufræðingur, f. 21. maí 1957 á Steinsstöðum.

III. Barnsmóðir Hallbergs var Bjarney Elísabet Narfadóttir verkakona, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 19. mars 1909, d. 19. september 1986.
Barn þeirra var
5. Hörður Hallbergsson rafvirki, yfirverkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, f. 5. júní 1932 í Hafnarfirði, d. 20. desember 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.