Irma Pöhls Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Irma Pöhls Halldórsson.

Irma Pöhls Halldórsson á Steinsstöðum, húsfreyja fæddist 12. mars 1929 í Garstedt nálægt Hamborg í Þýskalandi og lést 18. apríl 2017.
Foreldrar hennar voru Hans Pöhls, f. 1903, d. 1987, og kona hans Josefina Pöhls, fædd Konstanzer 1910, d. 1984.

Irma lauk stúdentsprófi 1949. Faðir hennar var stríðsfangi í Leningrad í Rússlandi. Skólar voru yfirleitt í rúst í Þýskalandi og skólabækur ekki fáanlegar. Hún gat því ekki hafið háskólanám.
Ágúst Matthíasson forstjóri og Sigurbjörg höfðu auglýst eftir vinnukonu í Þýskalandi. Hún hafði nýlega ráðið sig, er faðir hennar losnaði úr fangelsinu.
Hún fékk far með v.b. Elliðaey frá Hamborg til Eyja 1949.
Irma vann í versluninni Borg í Eyjum og síðar í Skerjaveri í Reykjavík, en síðan í Brekkuvali í Kópavogi.
Þau Hallberg giftu sig 1950, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Steinsstöðum til Goss 1973, fluttu í Viðlagasjóðshús í Kópavogi.
Irma dvaldi að síðustu í hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.
Hallberg lést 1982 og Irma 2017.

Maður Irmu, (24. desember 1950), var Hallberg Halldórsson kaupmaður, f. 4. maí 1910, d. 24. september 1982.
Börn þeirra:
1. Helga Jósefína Hallbergsdóttir, B.A-próf í íslensku og sagnfræði, M.A-próf í menningarmiðlun, forstöðumaður Byggðasafnsins í Eyjum, f. 3. júní 1952 á Steinsstöðum. Fjarbúðarmaður hennar Þorsteinn Ólafsson.
2. Ragnar Werner Hallbergsson tölvufræðingur, f. 21. maí 1957 á Steinsstöðum. Kona hans Ingibjörg Tómasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.