„Henning Busk“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Henning Busk''' mjólkurfræðingur, verkstjóri frá Jótlandi fæddist 1. maí 1908 og lést 28. mars 1985.<br> Henning flutti til Íslands til að vinna við uppbyggingu Mjólk...) |
m (Verndaði „Henning Busk“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 23. febrúar 2021 kl. 15:08
Henning Busk mjólkurfræðingur, verkstjóri frá Jótlandi fæddist 1. maí 1908 og lést 28. mars 1985.
Henning flutti til Íslands til að vinna við uppbyggingu Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi.
Hann flutti með Önnu til Eyja og aðstoðaði Einar ríka svila sinn við stofnun fyrirtækja hans, í fyrstu vann hann við smjörlíkisgerð, en síðan var hann vélamaður við Hraðfrystistöðina.
Henning og Anna fluttu til Reykjavíkur 1941 og Henning aðstoðaði svila sinn við að stofna Hraðfrystistöðina í Reykjavík og varð hann þar verkstjóri.
Þau Anna giftu sig 1935, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu .
Þau bjuggu síðast á Barðaströnd 17.
Henning lést 1985.
Anna bjó síðast í Fellsmúla 4. Hún lést 1994.
I. Kona Hennings, (26. júní 1935), var Anna Eyjólfsdóttir Busk húsfreyja, f. 20. apríl 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 5. mars 1994.
Barn þeirra:
1. Eyjólfur Þór Busk tannlæknir í Þýskalandi, f. 5. ágúst 1937 í Vöruhúsinu, d. 26. desember 2011. Kona hans Ursula Busk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.