„Ingibjörg Jónsdóttir (Húsavík)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingibjörg Jónsdóttir''' frá Húsavík, húsfreyja fæddist 30. september 1929 og lést 8. desember 2016.<br> Foreldrar hans voru Jón Auðunsson (Húsavík)|Jón Auðunss...) |
m (Verndaði „Ingibjörg Jónsdóttir (Húsavík)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. október 2020 kl. 18:34
Ingibjörg Jónsdóttir frá Húsavík, húsfreyja fæddist 30. september 1929 og lést 8. desember 2016.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.
Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.
Ingibjörg var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hún var verkakona.
Ingibjörg eignaðist barn með Kolbeini 1948 og með Ástþóri 1951.
Fyrra barnið ólst upp hjá foreldrum hennar, en yngra barnið varð kjörbarn Guðrúnar systur hennar og Jóns manns hennar.
Þau Haraldur giftu sig í Eyjum 1958 og Ingibjörg fluttist til Reykjavíkur. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu. Ingibjörg bjó síðast á Starengi 112 í Reykjavík.
Hún lést 2016.
I. Barnsfaðir Ingibjargar var Jón Kolbeinn Friðbjarnarson verslunarmaður, bæjarfulltrúi, formaður Vöku á Siglufirði, f. 3. október 1931, d. 11. júní 2000. Foreldrar hans voru Friðbjörn Níelsson frá Hallandi í Eyjafirði, skósmiður, kaupmaður, bæjargjaldkeri, ritstjóri, f. 17. janúar 1887, d. 13. október 1952, og Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum í Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, f. 21. júní 1895, d. 2. júní 1987.
Barn þeirra:
1. Sigríður Vilborg Kolbeinsdóttir húsfreyja í Skotlandi, f. 21. nóvember 1948 í Húsavík. Maður hennar John Leslie.
Föðursystkini Sigríðar Vilborgar í Eyjum:
a. Kjartan Friðbjarnarson kaupsýslumaður, f. 23. nóvember 1919, d. 29. apríl 2003.
b. Anna Margrét Friðbjarnardóttir húsfreyja, íþróttakennari, umboðsmaður, f. 15. ágúst 1921, d. 27. september 2017.
II. Barnsfaðir Ingibjargar var Ástþór Guðnason sjómaður, síðar skipstjóri á Norðfirði og Fáskrúðsfirði, f. 14. maí 1928, d. 2. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Guðni Sveinsson frá Barðsnesi í Norðfirði, verkamaður, sjómaður, f. þar 6. maí 1894, d. 15. maí 1975, og Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 1. október 1901, d. 2. nóvember 1937.
Barn þeirra, kjörbarn Guðrúnar systur Ingibjargar:
2. Þórunn Ósk Jónsdóttir, f. 15. júní 1951. Maður hennar Þorsteinn Guðmundsson.
Föðurbróðir Þórunnar Óskar í Eyjum var
a. Guðni Hjörtur Guðnason vélstjóri, f. 7. júlí 1922 á Barðsnesi, d. 24. janúar 2008.
III. Maður Ingibjargar, (27. september 1958, skildu), var Haraldur Sigfússon frá Þórshöfn á Langanesi, f. 29. apríl 1928, d. 23. september 2013. Foreldrar hans voru Sigfús Helgason frá Harðbak á Melrakkasléttu, verkamaður, f. þar 12. október 1895, d. 26. júlí 1936, og kona hans Álfheiður Vigfúsdóttir frá Grímsstöðum í Þistilfirði, húsfreyja, f. þar 16. nóvember 1901, d. 5. október 1985.
Börn þeirra:
3. Álfheiður Haraldsdóttir hárgreiðslukennari í Frakklandi, f. 18. mars 1960. Maður hennar Christopher Taylor.
4. Jón Sigfús Haraldsson vélfræðingur í Noregi, f. 28. mars 1962. Kona hans Birgitt Hansen.
5. Jóhann Hjálmar Haraldsson verkamaður á Þórshöfn, f. 6. nóvember 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Þórunn Ósk.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.