„Vigfúsína Guðlaugsdóttir (Sólbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Vigfúsína Guðlaugsdóttir''' frá Sólbergi, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður fæddist 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30 og lést 25. des...) |
m (Verndaði „Vigúsína Guðlaugsdóttir (Sólbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. september 2020 kl. 13:52
Vigfúsína Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður fæddist 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30 og lést 25. desember 1994.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898 á Viðborði á Mýrum, A.-Skaft., d. 2. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir frá Rauðhól í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. júní 1902, d. 16. ágúst 1977.
Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir, síðast á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30, d. 25. desember 1994.
Vigfúsína var með foreldrum sínum, en fluttist til Reykjavíkur 16 ára.
Hún vann ýmis störf, verslunarstörf, var m.a. kaupmaður í Anítu, vann við ræstingar og aðstoðaði í bókaversluninni Vedu.
Þau Pétur giftu sig 1952, tóku tvö kjörbörn. Þau bjuggu í Reykjavík.
I. Maður Vigfúsínu, (1952), var Pétur Hamar Thorarensen kaupmaður, síðar sjómaður, f. 28. júlí 1926, d. 25. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Ragnar Daníelsson Thorarensen bakari á Flateyri, f. 31. janúar 1892, d. 13. nóvember 1977 og kona hans Ingibjörg Thorarensen húsfreyja, f. 14. janúar 1899, d. 12. desember 1987.
Kjörbörn:
1. Aníta Yvounne Thorarensen, f. 3. ágúst 1957. Fyrri maður hennar Greg Patterson. Maður hennar John Paleos.
2. Sigurður Hamar Pétursson bakari, f. 14. júní 1970. Sambúðarkona hans Hrund Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 5. janúar 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.