„Ólafur Sigurðsson (Kalmanstjörn)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ólafur Sigurðsson''' frá Vindási í Hvolhreppi, sjómaður, verkamaður á Kalmanstjörn fæddist 8. maí 1905 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og lést 28. apríl 1986.<br...) |
m (Verndaði „Ólafur Sigurðsson (Kalmanstjörn)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 1. maí 2020 kl. 17:13
Ólafur Sigurðsson frá Vindási í Hvolhreppi, sjómaður, verkamaður á Kalmanstjörn fæddist 8. maí 1905 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og lést 28. apríl 1986.
Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason frá Stóra-Hofi, bóndi á Vindási, f. 9. janúar 1878, d. 16. ágúst 1945 og kona hans Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1870 á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi, d. 3. ágúst 1950.
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Stóra-Hofi og fluttist að Vindási 1906, var þar með þeim 1910 og 1920 og 1934.
Hann var sjómaður með Sigrúnu, Sigurði og Hauki Lindberg Bjarnasyni í Hraungerði á Akranesi 1936.
Þau voru komin til Eyja 1937, bjuggu á Hvassafelli, bjuggu á Mosfelli 1939 og 1941, en voru komin á Kalmanstjörn í lok árs og þar bjuggu þau til Goss 1973.
Þau Ólafur bjuggu síðast á Heiðvangi 18 í Hafnarfirði.
Sigrún lést 1984 og Ólafur 1986.
I. Kona Ólafs, (11. maí 1936), var Sigrún Guðmundsdóttir frá Krókaseli á Skaga, A-Hún., f. þar 4. júlí 1905, d. 20. júní 1984.
Börn þeirra:
1. Haukur Lindberg Ólafsson, f. 30. ágúst 1930 á Kletti í Vindhælishreppi, d. 13. febrúar 1945. Hann var fósturbarn hjónanna. Foreldrar hans Bjarni Theodór Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir á Kletti í Kálfhamarsvík á Skaga, A-Hún.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 21. september 1936 í Hraungerði í Akraneshreppi. Kona hans var Anna Jóna Guðmundsdóttir, látin.
3. Ástmar Guðmundur Ólafsson auglýsingateiknari, f. 16. júlí 1938 á Hvassafelli, ókvæntur.
4. Bragi Ingiberg Ólafsson umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, bæjarfulltrúi, f. 16. desember 1939 á Mosfelli. Fyrri kona hans Ingibjörg Ásta Blomsterberg, látin. Síðari kona hans Laufey Bjarnadóttir.
5. Margrét Ólafsdóttir verkakona, f. 23. ágúst 1941 á Mosfelli, d. 31. janúar 1964, ógift.
6. Hugrún Lindberg Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1948 á Kalmanstjörn. Maður hennar Skúli Bjarnason, látinn.
Úr Bliki 1969:
Vertíðarmennirnir úr Ungmennafélaginu Baldri, er um ræðir í greininni.
Aftari röð frá vinstri: 1. Ingimundur Þorkelsson, Vestri-Garðsauka - 2. Pálmi Jóhannsson, Miðkrika - 3. Ólafur Sigurðsson, Vindási - 4. Helgi Jónsson, Króktúni - 5. Sigurður Einarsson, Vestri-Garðsauka - 6. Jón Gunnarsson, Velli - 7. Sigurjón Gunnarsson, Velli - 8. Þorkell Jóhannsson, Miðkrika - 9. Ingólfur Gíslason, Langagerði (leiðr.), nú til heimilis að Hólagötu 33 hér í bæ - 10. Björgvin Guðjónsson, Brekkum.
Fremri röð frá vinstri: 1. Halldór P. Jónsson, Krókatúni – 2. Sigursteinn Þorsteinsson, Djúpadal – 3. Kári Ingvarsson, Markaskarði – 4. Sigurður Jóhannsson, Miðkrika – 5. Sigurður Gunnarsson, Velli – 6. Hjörleifur Gíslason, Langagerði – 7. Árni Þorleifsson, Miðhúsum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1969, Ungmennafélagið Baldur, Hvolhreppi. Ólafur Sigurðsson.
- Bragi.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.