„Óskar Vigfússon (Hálsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Óskar Vigfús Vigfússon''' sjómaður, verkamaður, netamaður fæddist 25. maí 1910 í Reykjavík og lést 28. júní 1997 á Sjúkrahúsinu.<br>...)
 
m (Verndaði „Óskar Vigfússon (Hálsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. apríl 2020 kl. 16:28

Óskar Vigfús Vigfússon sjómaður, verkamaður, netamaður fæddist 25. maí 1910 í Reykjavík og lést 28. júní 1997 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Vigfús Einarsson verkamaður, sjómaður, f. 14. desember 1880 á Möðruvöllum í Eyjafirði, d. 29. október 1957 og ráðskona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 12. maí 1882 á Ytri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, d. 19. ágúst 1965.

Óskar var með foreldrum sínum 1910, en var barn á Brautarhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í S-Þing. 1920 hjá Tómasi Guðmundssyni og Rósu Jónatansdóttur.
Þau Guðrún giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Lyngbergi í fyrstu, síðar á Hálsi við Brekastíg 28 meðan báðum entist líf.
Óskar Vigfús lést 1997. Guðrún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2011.

I. Kona Óskars Vigfúsar, (28. október 1939), var Guðrún Sigríður Björnsdóttir frá Hálsi, húsfreyja, f. 7. febrúar 1920, d. 8. október 2011.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörg Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. janúar 1941 á Lyngbergi. Maður hennar Stefán B. Ólafsson.
2. Elín Guðrún Óskarsdóttir Hafberg húsfreyja í Hafnarfirði, f. 23. maí 1942 á Lyngbergi. Maður hennar Eysteinn G. Hafberg.
3. Sigursteinn Óskarsson netagerðarmeistari í Eyjum, f. 7. ágúst 1945 á Hálsi. Kona hans Sigrún Ágústsdóttir.
4. Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli, f. 8. september 1950 á Hálsi. Kona hans Pálína S. Guðbrandsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. júlí 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.