Birgir Óskarsson (Hálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli fæddist 8. september 1950 á Hálsi.
Foreldrar hans Óskar Vigfús Vigfússon, f. 25. maí 1910, d. 28. júní 1997, og Guðrún Sigríður Björnsdóttir, f. 6. febrúar 1920, d. 8. október 2011.

Börn Guðrúnar og Óskars:
1. Sveinbjörg Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. janúar 1941 á Lyngbergi. Maður hennar Stefán B. Ólafsson.
2. Elín Guðrún Óskarsdóttir Hafberg húsfreyja í Hafnarfirði, f. 23. maí 1942 á Lyngbergi. Maður hennar Eysteinn G. Hafberg.
3. Sigursteinn Óskarsson netagerðarmeistari í Eyjum, f. 7. ágúst 1945 á Hálsi. Kona hans Sigrún Ágústsdóttir.
4. Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli, f. 8. september 1950 á Hálsi. Kona hans Pálína S. Guðbrandsdóttir.

Þau Pálína giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Hvolsvelli.

I. Kona Birgis er Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir úr Þykkvabæ, húsfreyja, saumakona, starfsmaður á elliheimili, f. 21. nóvember 1951. Foreldrar hennar Guðbrandur Sveinsson, f. 18. maí 1920, d. 15. júní 2010, og Sigurfinna Pálmarsdóttir, f. 16. ágúst 1925, d. 1. október 2019.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ósk Bigisdóttir, f. 23. maí 1971.
2. Guðfinna Birgisdóttir, f. 23. júlí 1974.
3. Sveinbjörn Birgisson, f. 12. ágúst 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.