Birgir Óskarsson (Hálsi)
Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli fæddist 8. september 1950 á Hálsi.
Foreldrar hans Óskar Vigfús Vigfússon, f. 25. maí 1910, d. 28. júní 1997, og Guðrún Sigríður Björnsdóttir, f. 6. febrúar 1920, d. 8. október 2011.
Börn Guðrúnar og Óskars:
1. Sveinbjörg Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. janúar 1941 á Lyngbergi. Maður hennar Stefán B. Ólafsson.
2. Elín Guðrún Óskarsdóttir Hafberg húsfreyja í Hafnarfirði, f. 23. maí 1942 á Lyngbergi. Maður hennar Eysteinn G. Hafberg.
3. Sigursteinn Óskarsson netagerðarmeistari í Eyjum, f. 7. ágúst 1945 á Hálsi. Kona hans Sigrún Ágústsdóttir.
4. Birgir Óskarsson vélvirki, trésmiður á Hvolsvelli, f. 8. september 1950 á Hálsi. Kona hans Pálína S. Guðbrandsdóttir.
Þau Pálína giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Hvolsvelli.
I. Kona Birgis er Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir úr Þykkvabæ, húsfreyja, saumakona, starfsmaður á elliheimili, f. 21. nóvember 1951. Foreldrar hennar Guðbrandur Sveinsson, f. 18. maí 1920, d. 15. júní 2010, og Sigurfinna Pálmarsdóttir, f. 16. ágúst 1925, d. 1. október 2019.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ósk Bigisdóttir, f. 23. maí 1971.
2. Guðfinna Birgisdóttir, f. 23. júlí 1974.
3. Sveinbjörn Birgisson, f. 12. ágúst 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Birgir.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.