„Sigmar Bergvin Benediktsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigmar Benediktsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
I. Kona Sigmars, (9. maí 1925), var [[Ingibjörg Ágústsdóttir (Skálanesi)|Ingibjörg Ágústsdóttir]] frá [[Skálanes]]i, húsfreyja, f. 16. desember 1903 í [[Veggur|Vegg]], d. 10. janúar 1991.<br>
I. Kona Sigmars, (9. maí 1925), var [[Ingibjörg Ágústsdóttir (Skálanesi)|Ingibjörg Ágústsdóttir]] frá [[Skálanes]]i, húsfreyja, f. 16. desember 1903 í [[Veggur|Vegg]], d. 10. janúar 1991.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Ásta Sigmarsdóttir]] húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.<br>
1. [[Ásta Sigmarsdóttir (Skálanesi)|Ásta Sigmarsdóttir]] húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.<br>
2. [[Jóhannes Pétur Sigmarsson]] múrari, vélstjóri í Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.<br>
2. [[Jóhannes Pétur Sigmarsson]] múrari, vélstjóri í Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.<br>
3. Ingi Sigurður Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.
3. Ingi Sigurður Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2019 kl. 21:26

Sigmar Benediktsson frá Breiðabóli á Svalbarðseyri, vélstjóri, skipstjóri, frystihússtjóri fæddist 25. október 1903 og lést 3. mars 2001 á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson frá Breiðabóli, bóndi þar, f. 21. júní 1864, d. 18. desember 1945, og kona hans Sesselía Jónatansdóttir húsfreyja, f., 10. ágúst 1867, d. 18. september 1950.

Systursonur Sigmars var Þráinn Sigtryggsson sjómaður, vélstjóri, rennismíðameistari.

Sigmar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður á Svalbarðseyri 1920-24, lauk vélstjóra og stýrimannaprófi á Akureyri 1924 og var vélstjóri á fiskibátum á Svalbarðseyri 1924-26, vélstjóri á fiskibátum í Vestmannaeyjum 1926-30, í Keflavík 1930-37, var stýrimaður og skipstjóri í Keflavík 1934-35 og vélstjóri á flutningabátum á Svalbarðseyri 1937-47.
Sigmar var frysthússtjóri frystihúss kaupfélagsins á Svalbarðseyri 1947-80.
Þá gerði hann út trillu á Svalbarðseyri frá 1980.
Sigmar var formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja 1928-29 og Vélstjórafélags Keflavíkur 1931-32.
Hann sat í hreppsnefnd Svalbarðseyrarhrepps 1950-56 og 1972-76, var einn stofnenda og formaður slysavarnadeildarinnar Svölu á Svalbarðseyri 1951-83.
Hann hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín að slysavörnum.

Sigmar og Ingibjörg hittust í Keflavík hjá Elínrós systur hans 1919.
Þau fluttu til Svalbarðseyrar, giftu sig 1925, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1926 með Ástu, bjuggu í Skálanesi með Kristínu og Ágústi 1927 og enn 1930. Þau eignuðust Jóhannes Pétur þar 1929.
Þau fluttust til Keflavíkur 1930 og bjuggu þar til 1937, en þá fluttu þau til Svalbarðseyrar og bjuggu þar síðan í húsi sínu Breiðabliki.
Ingibjörg lést 1991 og Sigmar 2001.

I. Kona Sigmars, (9. maí 1925), var Ingibjörg Ágústsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 16. desember 1903 í Vegg, d. 10. janúar 1991.
Börn þeirra:
1. Ásta Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.
2. Jóhannes Pétur Sigmarsson múrari, vélstjóri í Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
3. Ingi Sigurður Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. janúar 1991 og 10. mars 2001. Minningar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.