„Steina Finnsdóttir (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Steina Finnsdóttir (Uppsölum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 34: Lína 34:
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Uppsölum]]
[[Flokkur: Íbúar í Uppsölum-efri]]
[[Flokkur: Íbúar í Uppsölum]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]
[[Flokkur: Íbúar við Faxastíg]]

Útgáfa síðunnar 2. júní 2022 kl. 17:54

Steina Margrét Finnsdóttir.

Steina Margrét Finnsdóttir frá Uppsölum við Faxastíg, húsfreyja fæddist þar 10. júní 1926 og lést 18. nóvember 2017 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Finnur Jósef Sigmundsson verkamaður, f. 29. janúar 1889 í Uppsölum, d. 25. ágúst 1966, og kona hans Þórunn Soffía Einarsdóttir frá Nýjabæ í Bakkafirði í N-Múl., húsfreyja, f. 17. apríl 1898, d. 20. nóvember 1970.

Börn Þórunnar og Finns:
1. Flosi Finnsson skipasmíðameistari, f. 2. júní 1922, d. 4. apríl 1986.
2. Sigmundur Ragnar Finnsson, sjómaður, síðar iðnrekandi í Melbourne í Ástralíu, f. 19. júlí 1923, d. 28. maí 1977. Kona hans var Cynthia Margreth Finnsson, f. 1928. Sonur þeirra Finnur William, f. 15. maí 1959.
3. Steina Margrét Finnsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1926, d. 18. nóvember 2017. Maður hennar er Friðrik Haraldsson bakarameistari frá Sandi.
Fóstursonur Finns og Þórunnar er
4. Jón Bergmann Júlíusson trémíðameistari í Keflavík, f. 5. september 1939. Hann er bróðursonur Þórunnar.

Steina var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í Gagnfræðaskólanum 1940-1941, stundaði afgreiðslustörf .
Þau Friðrik giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Uppsölum við Faxastíg.
Þau fluttust á Eyrarbakka og síðan á Selfoss, en þaðan 1952 í Kópavog og bjuggu þar síðan, stofnuðu og ráku Bakarí Friðriks Haraldssonar, síðar Ömmubakstur.
Steina vann einnig í fjölda ára í versluninni Tékkkristall.
Friðrik endurreisti skátafélagið Kópa í Kópavogi 1957 og þar störfuðu þau Steina saman, og varð Steina síðar einn af stofnfélögum mæðradeildarinnar Urtu, var lengi í forystu kvenfélagsins Heimaeyjar, félags brottfluttra Vestmannaeyjakvenna, var formaður og í forystu þegar Vestmannaeyjagosið varð og skipulagði og stjórnaði félagsmiðstöð sem opin var í Hafnarhúsinu fyrir landflótta Vestmannaeyinga.
Friðrik lést 2014 og Steina Margrét 2017.

I. Maður Steinu, (8. desember 1945), var Friðrik Haraldsson frá Sandi, bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
Börn þeirra:
1. Haraldur Friðriksson bakarameistari, f. 19. nóvember 1944 í Uppsölum. Kona hans Ásrún Davíðsdóttir.
2. Finnur Þór Friðriksson flugstjóri, f. 7. júní 1951. Kona hans Jóhanna Björnsdóttir.
3. Dröfn Huld Friðriksdóttir húsfreyja, ritari, f. 29. febrúar 1960. Maður hennar Arnþór Þórðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.