„Georg Þór Kristjánsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
[[Flokkur:Fólk]] | [[Flokkur:Fólk]] | ||
Útgáfa síðunnar 14. júlí 2006 kl. 09:36
Georg Þór Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést 11. nóvember 2001. Foreldrar hans voru Helga Björnsdóttir frá Seyðisfirði og Kristján Georgsson frá Vestmannaeyjum. Systkini Georgs Þórs eru: Björn, Guðfinna, Margrét, Mjöll, Drífa,Óðinn og Þór. Árið 1976 kvæntist Georg Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur. Börn þeirra eru Kristján, Ragnheiður Rut og Helga Björk en áður átti Georg Lilju.
Georg var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs og í stjórn Knattspyrnudeildar ÍBV 1976-1978. Georg starfaði í skátafélaginu Faxa 1962 til 1969. Hann var varaformaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna frá 1980 til 1985.
Georg Þór var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1978. Hann sat alls fjögur kjörtímabil í bæjarstjórn, þrjú fyrir Sjálfstæðisflokkinn en kjörtímabilið 1994 til 1998 sat hann fyrir H- listann sem hann stofnaði ásamt stuðningsmönnum sínum. Georg Þór starfaði sem forseti bæjarstjórnar frá desember 1983 til júní 1984.
Georg Þór gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell árið 1978. Hann gegndi stöðu ritara í þrígang og var síðast kjörinn ritari við stjórnarkjör 2001. Georg Þór var forseti Helgafells árið 1988 til 1989, svæðisstjóri Sögusvæðis 1994 til 1995 og varð síðan æðsti maður Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi er hann gegndi stöðu Umdæmisstjóra Íslands og Færeyja 1998 til 1999.
Heimildir
- Morgunblaðið, 17. nóvember 2001. Minningargreinar um Georg Þór Kristjánsson.