„Unnur Halla Lárusdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Unnur Halla Lárusdóttir. '''Unnur Halla Lárusdóttir''' frá Velli, húsfreyja í Reykjavík fæddist 26. september 1916...)
 
m (Verndaði „Unnur Halla Lárusdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 24. ágúst 2019 kl. 15:45

Unnur Halla Lárusdóttir.

Unnur Halla Lárusdóttir frá Velli, húsfreyja í Reykjavík fæddist 26. september 1916 á Velli og lést 20. desember 2004 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi á Velli, síðar verkamaður á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og kona hans Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1879 í London, d. 27. september 1956.

Börn Elsu Dórótheu og Lárusar:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir vinnukona, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson sjómaður, f. 6. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1955.
3. Ágúst Theodór Lárusson sjómaður, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson málarameistari, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
6. Unnur Halla Lárusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. september 1916, d. 20. desember 2004.

Unnur var með foreldrum sínum á Velli 1920, með móður sinni og systkinum á Velli 1927 og 1930, hjá Magnúsi Ísleifssyni og Magnússínu Guðmundsdóttur í London 1934. Þau Magnús Kjartan giftu sig 1935 og fluttust til lands.
Magnús Kjartan lést 2002 og Unnur Lára 2004.

I. Maður Unnar Láru, (12. október 1935 í Eyjum), var Magnús Kjartan Jónsson frá Iðu í Biskupstungum, byggingameistari, f. 19. febrúar 1910, d. 2. september 2002. Foreldrar hans voru Jón Hansson Wium bóndi á Iðu, f. 16. júní 1871 á Keldunúpi í Hörgslandshreppi í V-Skaft., d. 8. september 1949, og kona hans Jónína Bjarnadóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1879 á Efri-Ey í Leiðvallahreppi í V-Skaft., d. 12. febrúar 1947.
Börn þeirra:
1. Erla Dórothea Magnúsdóttir húsfreyja, heildsali, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1936, d. 25. ágúst 1988. Maður hennar, skildu, Gunnar Jónsson. Síðari maður Erlu er Einar Guðmundsson.
2. Jón Magnús Magnússon byggingameistari, f. 19. júlí 1942, kvæntur Elínborgu Magnúsdóttur.
3. Ástþór Magnússon Wium, ljósmyndari, friðarbaráttumaður, f. 4. ágúst 1953. Fyrsta kona Þuríður Steinþórsdóttir, síðari kona Þuríður Steinþórsdóttir. Þriðja kona Natalía B. Wium.
4. Jónína (Ninný) Magnúsdóttir húsfreyja, myndlistarmaður, f. 26. maí 1955. Maður hennar var Skúli Tryggvason. Sambýlismaður hennar er Jón Tryggvi Kristjánsson.
5. Elsa Magnúsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari og bóndi, f. 1. maí 1957, gift Pjetri N. Pjeturssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.