„Guðmundur Geir Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðmundur Geir Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}  
*Prestþjónustubækur.}}  
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Verslunarmenn]]
[[Flokkur: Verslunarmenn]]
[[Flokkur: Kaupmenn]]
[[Flokkur: Kaupmenn]]

Útgáfa síðunnar 6. ágúst 2019 kl. 19:39

Guðmundur Geir Ólafsson.

Guðmundur Geir Ólafsson frá Litla-Hrauni á Eyrarbakka, kaupmaður fæddist þar 22. ágúst 1911 og lést 21. mars 2006 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson frá Eintúnahálsi í V-Skaft., söðlasmiður á Eyrarbakka, f. 1. nóvember 1868, d. 6. apríl 1951 á Selfossi, og kona hans Þorbjörg Sigurðardóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 7. ágúst 1873, d. 18. febrúar 1940 á Selfossi.

Tvíburasystir Guðmundar Óla var
Gíslína Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1911, d. 22. ágúst 1992.

Guðmundur Óli var með foreldrum sínum á Eyrarbakka. Hann fór að vinna við apótekið þar 15 ára gamall.
Hann fluttist til Eyja 1935, vann þar í Apótekinu til 1941, er hann fluttist til Selfoss.
Hann gerðist meðeigandi að fyrirtæki bróður síns, Sigurðar Óla Ólafssonar, S. Ó. Ólafsson & Co, og vann við það. Kaupfélagið Höfn var stofnað 1964 og við þá verslun starfaði hann til 1991, þá áttræður.
Þau Elínborg giftur sig 1937, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra þriggja daga gamalt.
Guðmundur Geir bjó í Apótekinu við Vestmannabraut 24 við giftingu, en síðan á Bakkastíg 3. Þau Elínborg bjuggu á Stað, nú Sigtún 3 á Selfossi, til 1986, þá í Háengi 3 til ársins 1994, en þá í Grænumörk 5 þar.
Elínborg lést 1993 og Guðmundur Geir 2006.

I. Kona Guðmundar Geirs, (30. október 1937), var Elínborg Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 25. ágúst 1913, d. 5. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Erla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1938 á Bakkastíg 3. Maður hennar Gunnar Guðnason.
2. Sigurður Pétur Guðmundsson, f. 1939, d. þriggja daga gamall.
3. Ólafur Þorbjörn Guðmundsson, f. 26. apríl 1947. Kona hans Hrafnhildur Guðmundsdóttir.
4. Ingunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1951. Sambýlismaður hennar Sigurður Karlsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.