Erla Guðmundsdóttir (Bakkastíg)
Erla Guðmundsdóttir frá Fúsahúsi við Bakkastíg 3, húsfreyja fæddist þar 9. desember 1938.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Geir Ólafsson frá Litla-Hrauni á Eyrarbakka, kaupmaður f. 22. ágúst 1911, d. 21. mars 2006, og kona hans Elínborg Sigurðardóttir frá Skuld við Vestmannabraut 40, húsfreyja, f. 25. ágúst 1913, d. 5. nóvember 1993.
Börn Elínborgar og Guðmundar Geirs:
1. Erla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1938 á Bakkastíg 3. Maður hennar Gunnar Guðnason.
2. Sigurður Pétur Guðmundsson, f. 1939, d. þriggja daga gamall.
3. Ólafur Þorbjörn Guðmundsson rafvélavirki, f. 26. apríl 1947. Kona hans Hrafnhildur Guðmundsdóttir.
4. Ingunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1951. Sambýlismaður hennar Sigurður Karlsson.
Erla var með foreldrum sínum í æsku, í Fúsahúsi við Bakkastíg, flutti með þeim á Selfoss 1941.
Þau Gunnar giftu sig 1957, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi.
I. Maður Erlu, (26. september 1957), var Gunnar Guðnason mjólkurbílstjóri, f. 7. mars 1930, d. 1. júní 2013. Foreldrar hans voru Guðni Guðjónsson, frá Brekkum í Hvolhreppi, f. 11. júní 1898, d. 14. apríl 1995, og kona hans Jónína Guðmunda Jónsdóttir frá Austur-Búðarhólshjáleigu (nú Hólavatn) í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júní 1902, d. 23. júní 1969.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Geir Gunnarsson, f. 19. apríl 1957 á Selfossi.
2. Elínborg Gunnarsdóttir, f. 4. nóvember 1958 á Selfossi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.