„Brynjólfur Jónsson (Árbæ)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Brynjólfur Jónsson (Árbæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 27: | Lína 27: | ||
12. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 22. júní 1894.<br> | 12. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 22. júní 1894.<br> | ||
Barn Brynjólfs með Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 4. desember 1878, d. 18. febrúar 1911:<br> | Barn Brynjólfs með Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 4. desember 1878, d. 18. febrúar 1911:<br> | ||
13. Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980. Maður hennar var Sigurður Sigurðsson. | 13. [[Guðbjörg Brynjólfsdóttir (Árbæ)|Guðbjörg Brynjólfsdóttir]] húsfreyja í Árbæ og í Keflavík, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980. Maður hennar var [[Sigurður Sigurðsson (Árbæ)|Sigurður Sigurðsson]] vélstjóri. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 9. júlí 2019 kl. 18:23
Brynjólfur Jónsson bóndi í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, (nú Vatnahjáleiga), síðar í Árbæ í Eyjum fæddist 10. apríl 1857 á Önundarstöðum í A-Landeyjum og lést 15. júní 1932 á leið undan Eyjafjöllum til Landeyja.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Önundarstöðum og í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, f. 12. desember 1832 í Miðey þar, d. 25. júlí 1874 í Austurhjáleigu þar, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1830 í Stóru-Hildisey þar, d. 16. júní 1890.
Systir Guðrúnar Jónsdóttur var
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.
Brynjólfur var með foreldrum sínum á Önundarstöðum í A-Landeyjum 1860, í Austurhjáleigu þar 1870.
Hann var vinnumaður í Selshjáleigu í A-Landeyjum 1880, vinnumaður á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum 1890.
Þau Margrét giftu sig 1906. Þau bjuggu í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum 1896-1918, í Stóru-Hildisey 1918-1919 og Tjarnarkoti þar 1919-1923.
Þau fluttust til Eyja 1923, bjuggu í Árbæ. Með þeim 1927 voru sex börn þeirra, 1930 var Guðni sonur þeirra með þeim.
Brynjólfur lést 1932, er hann var á ferð undan Eyjafjöllum í Landeyjar. Margrét lést 1959 á Siglufirði.
I. Kona Brynjólfs, (14. október 1906), var Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1874 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, d. 15. september 1959 á Siglufirði.
Börn Margrétar og Brynjólfs:
1. Jónheiður Magnea Brynjólfsdóttir Eggerz húsfreyja á Þorvaldseyri 1930, síðar á Akureyri, f. 16. september 1896, d. 15. júlí 1964. Maður hennar var Guðmundur Eggerz.
2. Guðjón Brynjólfsson síðar skósmiður í Reykjavík, f. 11. apríl 1898, d. 4. júní 1984. Sambýliskona hans var Petrea Jóhannsdóttir
3. Guðmundur Brynjólfsson, f. 8. febrúar 1901, d. 24. maí 1909.
4. Guðni Brynjólfsson sjómaður í Árbæ, síðast í Keflavík, f. 18. maí 1903, d. 31. maí 1985. Kona hans var Þórhildur Sölvadóttir.
5. María Brynjólfsdóttir, síðar húsfreyja í Hallgeirseyjarhjáleigu, f. 1. febrúar 1905, d. 16. apríl 1932. Maður hennar var Gunnar Vigfússon.
6. Þorgrímur Brynjólfsson, sjómaður, síðar kaupmaður á Siglufirði og í Reykjavík, f. 16. febrúar 1908, d. 27. desember 1994. Kona hans var Margrét Ingibjörg Jónsdóttir.
7. Guðmundur Brynjólfsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 25. maí 1909, d. 12. janúar 1981.
8. Óskar Brynjólfsson línumaður á Ísafirði, f. 28. desember 1910, d. 28. júlí 1978. Kona hans var Björg Rögnvaldsdóttir.
9. Sigurður Nathanel Brynjólfsson húsvörður í Keflavík, f. 20. febrúar 1912, d. 15. júní 1993. Kona hans var Ragnhildur Rögnvaldsdóttir.
10. Jón Brynjólfsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 4. maí 1913, d. 11. mars 1992. Hann var ókvæntur.
11. Guðrún Brynjólfsdóttir, síðar húsfreyja í Hveragerði, f. 17. desember 1914, d. 15. desember 2010. Maður hennar var Haraldur Sölvason.
Barn Brynjólfs með Önnu Sigurðardóttur, f. 13. júní 1866, á lífi 1896:
12. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 22. júní 1894.
Barn Brynjólfs með Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 4. desember 1878, d. 18. febrúar 1911:
13. Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Árbæ og í Keflavík, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980. Maður hennar var Sigurður Sigurðsson vélstjóri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.