Þorgrímur Brynjólfsson
Þorgrímur Brynjólfsson sjómaður, kaupmaður fæddist 16. febrúar 1908 og lést 27. desember 1994.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Jónsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 10. apríl 1857 á Önundarstöðum í A-Landeyjum, d. 15. júní 1932, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. ágúst 1874, d. 15. september 1959 á Siglufirði.
Börn Margrétar og Brynjólfs:
1. Jónheiður Magnea Brynjólfsdóttir Eggerz, síðar húsfreyja á Akureyri, f. 16. september 1896, d. 15. júlí 1964. Maður hennar var Guðmundur Eggerz.
2. Guðjón Brynjólfsson síðar skósmiður í Reykjavík, f. 11. apríl 1898, d. 4. júní 1984. Sambýliskona hans var Petrea Jóhannsdóttir
3. Guðmundur Brynjólfsson, f. 8. febrúar 1901, d. 24. maí 1909.
4. Guðni Brynjólfsson sjómaður í Árbæ, síðast í Keflavík, f. 18. maí 1903, d. 31. maí 1985. Kona hans var Þórhildur Sölvadóttir.
5. María Brynjólfsdóttir, síðar húsfreyja í Hallgeirseyjarhjáleigu, f. 1. febrúar 1905, d. 16. apríl 1932. Maður hennar var Gunnar Vigfússon.
6. Þorgrímur Brynjólfsson, sjómaður, síðar kaupmaður á Siglufirði og í Reykjavík, f. 16. febrúar 1908, d. 27. desember 1994. Kona hans var Margrét Ingibjörg Jónsdóttir.
7. Guðmundur Brynjólfsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 25. maí 1909, d. 12. janúar 1981.
8. Óskar Brynjólfsson línumaður á Ísafirði, f. 28. desember 1910, d. 28. júlí 1978. Kona hans var Björg Rögnvaldsdóttir.
9. Sigurður Nathanel Brynjólfsson húsvörður í Keflavík, f. 20. febrúar 1912, d. 15. júní 1993. Kona hans var Ragnhildur Rögnvaldsdóttir.
10. Jón Brynjólfsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 4. maí 1913, d. 11. mars 1992. Hann var ókvæntur.
11. Guðrún Brynjólfsdóttir, síðar húsfreyja í Hveragerði, f. 17. desember 1914, d. 15. desember 2010. Maður hennar var Haraldur Sölvason.
Barn Brynjólfs með Önnu Sigurðardóttur, f. 13. júní 1866, á lífi 1896:
12. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 22. júní 1894.
Barn Brynjólfs með Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 4. desember 1878, d. 18. febrúar 1911:
13. Guðbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Eyjum og Keflavík, f. 22. október 1897, d. 8. janúar 1980. Maður hennar var Sigurður Sigurðsson.
Þorgrímur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1923, bjó hjá þeim í Árbæ við Brekastíg 7a.
Hann varð snemma sjómaður, flutti til Siglufjarðar 1938, vann ýmis störf, við sjómennsku, var formaður á síldarplönum, var í útgerð. Þau Ingibjörg stofnuðu verslunina Túngötu 1 á Siglufirði og ráku hana. Þau fluttu til Reykjavíkur þar sem Þorgrímur var verslunarstjóri í Ritfangaverslun Ísafoldar. Þau stofnuðu Tösku- og hanskabúðina við Skólavörðustíg 7 og ráku hana.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn.
Hann eignaðist barn með Ingibjörgu Jónsdóttur 1941.
Þorgrímur lést 1994 á Vífilsstöðum og Ingibjörg 1999.
I. Kona Þorgríms var Margrét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði, f. 19. desember 1915, d. 31. mars 1999. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson bóndi og trésmiður, verslunar- og útgerðarmaður, f. 2. febrúar 1879, d. 10. mars 1961, og kona hans Pálína Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1884, d. 19. júní 1971.
Börn þeirra:
1. Reynir Þorgrímsson fyrirtækjarekandi, f. 7. október 1936, d. 1. maí 2014. Kona hans Rósa Guðbjörg Gísladóttir.
2. Víðir Páll Þorgrímsson prentari, kaupmaður, f. 2. mars 1941, d. 26. mars 2016. Kona hans Jóhanna Haraldsdóttir.
II. Barnsmóðir Þorgríms var Ingibjörg Jónsdóttir, f. 26. júní 1906, d. 3. apríl 2007.
Barn þeirra:
3. Róbert Brimdal, f. 4. febrúar 1941. Hann býr í Los Angeles.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 5. janúar 2995. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.