„Sólrún Guðmundsdóttir (Djúpadal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sólrún Guðmundsdóttir (Djúpadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
Börn þeirra:<br>  
Börn þeirra:<br>  
1. [[Hjálmey Einarsdóttir (Djúpadal)|Hjálmey Einarsdóttir]] húsfreyja í Keflavík, f. 7. maí 1942 á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli, Vesturvgi 14]]. Maður hennar er Halldór L. Björnsson.<br>
1. [[Hjálmey Einarsdóttir (Djúpadal)|Hjálmey Einarsdóttir]] húsfreyja í Keflavík, f. 7. maí 1942 á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli, Vesturvgi 14]]. Maður hennar er Halldór L. Björnsson.<br>
2. [[Sigurpáll Einarsson (Djúpadal)|Sigurpáll Einarsson]] skipstjóri, bjó síðast í Ástralíu, f. 19. febrúar 1944 í Djúpadal, d. 14. janúar 2002. Kona hans er Valgerður Ragnarsdóttir.<br>  
2. [[Sigurpáll Einarsson (Djúpadal)|Sigurpáll Einarsson]]  
skipstjóri, síðar netagerðarrekandi í Ástralíu, f. 19. febrúar 1944, d. 14. janúar 2002. Kona hans er Valgerður Ragnarsdóttir.<br>  
3. [[Helgi Einarsson (Djúpadal)|Helgi Einarsson]] skipstjóri í Grindavík, f. 8. desember 1945 í [[Djúpidalur|Djúpadal]]. Kona hans er Bjarghildur Jónsdóttir.<br>
3. [[Helgi Einarsson (Djúpadal)|Helgi Einarsson]] skipstjóri í Grindavík, f. 8. desember 1945 í [[Djúpidalur|Djúpadal]]. Kona hans er Bjarghildur Jónsdóttir.<br>
4. [[Guðmundur Einarsson (Djúpadal)|Guðmundur Einarsson]] vélstjóri í Grindavík, f. 28. september 1947 í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir.<br>
4. [[Guðmundur Einarsson (Djúpadal)|Guðmundur Einarsson]] vélstjóri í Grindavík, f. 28. september 1947 í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir.<br>

Núverandi breyting frá og með 17. mars 2019 kl. 14:24

Sólrún Guðmundsdóttir.

Sólrún Guðmundsdóttir frá Grindavík, húsfreyja í Djúpadal við Vesturveg og í Grindavík fæddist 9. desember 1913 í Grindavík og lést 16. október 2001.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson frá Ísólfsskála, bóndi þar, f. 19. janúar 1884, d. 20. júlí 1977, og kona hans Agnes Jónsdóttir frá Þórkötlustöðum, húsfreyja, f. 3. desember 1876, d. 18. júní 1968.
Fósturforeldrar Sólrúnar voru Hjálmar Guðmundsson bóndi á Þórkötlustöðum, f. 22. júní 1860, d. 13. desember 1947, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1853, d. 10. ágúst 1929.

Sólrún fór þriggja ára í fóstur til Hjálmars föðurbróður síns og konu hans Helgu Jónsdóttur á Þórkötlustöðum í Grindavík. Þar var hún 1920 og næstu árin.
Hún fluttist til Eyja 1938, var saumakona á Sunnuhvoli við Vesturveg 1940.
Þau Guðmundur Einar hófu sambúð og eignuðust þrjú börn í Eyjum og síðar eitt barn í Grindavík. Þau bjuggu í Djúpadal.
Þau fluttust til Grindavíkur 1950 og bjuggu lengst á Eyvindarstöðum í Þórkötlustaðarhverfi, en það hús fluttu þau að Ránargötu.
Sólrún var kunn af flatkökubakstri sínum, en kökur þær nefndust Sólukökur.
Guðmundur Einar lést 1998 og Sólrún 2001.

I. Maður Sólrúnar var Guðmundur Einar Símonarson frá Eyri, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920, d. 6. nóvember 1998.
Börn þeirra:
1. Hjálmey Einarsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 7. maí 1942 á Sunnuhvoli, Vesturvgi 14. Maður hennar er Halldór L. Björnsson.
2. Sigurpáll Einarsson skipstjóri, síðar netagerðarrekandi í Ástralíu, f. 19. febrúar 1944, d. 14. janúar 2002. Kona hans er Valgerður Ragnarsdóttir.
3. Helgi Einarsson skipstjóri í Grindavík, f. 8. desember 1945 í Djúpadal. Kona hans er Bjarghildur Jónsdóttir.
4. Guðmundur Einarsson vélstjóri í Grindavík, f. 28. september 1947 í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir.
5. Erling Einarsson vélvirki í Grindavík, f. 21. ágúst 1951. Kona hans er Guðbjörg Ásgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. október 2001. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.