„Lovísa Guðmundsdóttir (Sandfelli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir. '''Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir''' húsfreyja á Sandfelli fæddist 30. septem...) |
m (Verndaði „Lovísa Guðmundsdóttir (Sandfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2018 kl. 21:37
Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Sandfelli fæddist 30. september 1910 í Vallarhjáleigu í Flóa og lést 29. maí 2000.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ívarsson bóndi, f. 20. febrúar 1878, d. 17. desember 1925, og kona hans Guðrún Elísabet Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1877, d. 14. desember 1935.
Lovísa var með foreldrum sínum í Vallarhjáleigu 1910, í Vorsbæjarhjáleigu í Flóa 1920.
Lovísa fluttist til Eyja og varð bústýra á Sandfelli eftir að Árný fyrri kona Ingibergs lést 1943.
Þau Ingibergur eignuðust tvö börn. Auk þess annaðist Lovísa börn Ingibergs frá hjónabandi hans.
Eftir Gos bjuggu þau hjá Guðrúnu dóttur sinni og Ágústi Þórarinssyni á Hólagötu 23.
Lovísa dvaldi að lokum í Hraunbúðum.
Ingibergur lést 1987 og Lovísa árið 2000.
I. Sambýlismaður Lovísu Guðrúnar var Ingibergur Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka, vélstjóri, skipstjóri á Sandfelli, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1944 á Sandfelli.
2. Guðmunda Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1948 á Sandfelli.
Börn Ingibergs og Árnýjar Guðjónsdóttur:
3. Guðjón Ingibergsson sjómaður, f. 25. september 1928 á Þorvaldseyri, d. 16. nóvember 1989.
4. Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. júní 1931 á Grímsstöðum, d. 8. desember 2014.
5. Matthías Ingibergsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. janúar 1933 á Grímsstöðum, d. 31. október 2006.
6. Inga Hallgerður Ingibergsdóttir , f. 21. maí 1937 í Hvammi, síðast í Hrísey, d. 11. desember 1990.
7. Árný Ingibjörg Ingibergsdóttir, f. 20. júní 1943 á Sandfelli, d. 2. maí 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 8. júní 2000. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.