„Guðrún Guðmundsdóttir (Landlyst)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðrún Guðmundsdóttir (Landlyst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Guðrún Guðmundsdóttir''' í [[Landlyst]], húsfreyja á Kúfhóli í A-Landeyjum fæddist 16. október 1864 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og lést 1. mars 1927.<br> | '''Guðrún Guðmundsdóttir''' í [[Landlyst]], húsfreyja á Kúfhóli í A-Landeyjum fæddist 16. október 1864 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og lést 1. mars 1927.<br> | ||
Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum, f. 7. febrúar 1834 í Stóru-Hildisey, d. 5. ágúst 1874, og síðari maður hennar Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 26. febrúar 1833 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 1. nóvember 1898 í Hallgeirsey. | Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum, f. 7. febrúar 1834 í Stóru-Hildisey, d. 5. ágúst 1874, og síðari maður hennar Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 26. febrúar 1833 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 1. nóvember 1898 í Hallgeirsey. | ||
Bróðir Guðrúnar var <br> | |||
1. [[Jón Guðmundsson (Suðurgarði)|Jón Guðmundsson]] bóndi í [[Suðurgarður|Suðurgarði]], f. 2. september 1868, d. 23. maí 1946. | |||
Guðrún var með foreldrum sínum fyrstu 10 ár ævinnar, síðar með föður sínum og Guðrúnu Jónsdóttur stjúpu sinni, en með ekkjumanninum föður sínum á Kirkjulandi 1890. Guðmundur lést 1898. Guðrún eignaðist Jónínu Margréti 1893, var ógift vinnukona í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1901 með Jónu Margréti dóttur sína hjá sér. Hróbjartur var þar vinnumaður.<br> | Guðrún var með foreldrum sínum fyrstu 10 ár ævinnar, síðar með föður sínum og Guðrúnu Jónsdóttur stjúpu sinni, en með ekkjumanninum föður sínum á Kirkjulandi 1890. Guðmundur lést 1898. Guðrún eignaðist Jónínu Margréti 1893, var ógift vinnukona í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1901 með Jónu Margréti dóttur sína hjá sér. Hróbjartur var þar vinnumaður.<br> |
Útgáfa síðunnar 30. mars 2022 kl. 09:49
Guðrún Guðmundsdóttir í Landlyst, húsfreyja á Kúfhóli í A-Landeyjum fæddist 16. október 1864 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum og lést 1. mars 1927.
Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum, f. 7. febrúar 1834 í Stóru-Hildisey, d. 5. ágúst 1874, og síðari maður hennar Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 26. febrúar 1833 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 1. nóvember 1898 í Hallgeirsey.
Bróðir Guðrúnar var
1. Jón Guðmundsson bóndi í Suðurgarði, f. 2. september 1868, d. 23. maí 1946.
Guðrún var með foreldrum sínum fyrstu 10 ár ævinnar, síðar með föður sínum og Guðrúnu Jónsdóttur stjúpu sinni, en með ekkjumanninum föður sínum á Kirkjulandi 1890. Guðmundur lést 1898. Guðrún eignaðist Jónínu Margréti 1893, var ógift vinnukona í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1901 með Jónu Margréti dóttur sína hjá sér. Hróbjartur var þar vinnumaður.
Þau Hróbjartur giftu sig 1902 og bjuggu á Kúfhóli 1903-1920, en fluttu þá til Eyja, bjuggu í Landlyst.
Guðrún lést 1927 og Hróbjartur 1958.
I. Barnsfaðir Guðrúnar var Jón Þorsteinsson vinnumaður á Kirkjulandi, f. 19. júlí 1866, drukknaði 26. apríl 1893.
Barn þeirra:
1. Jónína Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Hól, kona Guðmundar Tómassonar, f. 26. ágúst 1893, d. 10. maí 1919.
II. Maður Guðrúnar, (26. júlí 1902), var Hróbjartur Guðlaugsson bóndi á Kúfhóli í A-Landeyjum, síðan í Landlyst, f. 28. júlí 1876 í Hallgeirsey, d. 9. janúar 1958 í Eyjum.
Börn þeirra:
2. Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 6. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975.
3. Guðlaugur Hróbjartsson vinnumaður á Hrafnhólum á Kjalarnesi, f. 24. febrúar 1908, d. 10. október 1983, ókvæntur.
4. Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.