„Sveinn Sigurðsson (Efra-Hvoli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sveinn ''Þórarinn'' Sigurðsson''' frá Efra-Hvoli, Brekastíg 7c fæddist 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 11. júní 1996.<br> Foreldrar hans vo...)
 
m (Verndaði „Sveinn Sigurðsson (Efra-Hvoli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. mars 2018 kl. 20:18

Sveinn Þórarinn Sigurðsson frá Efra-Hvoli, Brekastíg 7c fæddist 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 11. júní 1996.
Foreldrar hans voru Sigurður Bergsson verkamaður á Efra-Hvoli, f. 19. nóvember 1879 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 27. ágúst 1943, og kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1884 í Núpakoti u. Eyjafjöllum, d. 16. nóvember 1963.

Börn Sigurbjargar og Sigurðar voru:
1. Sveinn Þórarinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996.
2. Guðlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 22. september 1911 í Dvergasteini, d. 27. september 1911.
3. Tómas Elías Sigurðsson vélvirki, f. 30. mars 1914 í Dvergasteini, d. 26. janúar 1994.
4. Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.

Sveinn var með foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann stundaði vörubílaakstur, kvæntist Helgu 1948. Þau bjuggu á Efra-Hvoli við fæðingu Jónínu Sigurbjargar 1949, en voru komin á Hásteinsveg 10 1950. Þau bjuggu á Brekastíg 31 1956 og síðar.
Sveinn lést 1996 og Helga 2011.

I. Kona Sveins var Guðrún Helga Gísladóttir frá Lambhaga á Rangárvöllum, f. 28. desember 1915, d. 24. júní 2011.
Börn þeirra:
1. Jónína Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 7. maí 1949 á Faxastíg 12.
2. Þóranna Sveinsdóttir, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 10.
3. Valgerður Sveinsdóttir, f. 24. júlí 1951 á Sj.
4. Sigurður Sveinsson, f. 31. janúar 1956 á Brekastíg 31.
Sonur Helgu og fóstursonur Sveins var
5. Gísli Leifur Skúlason, f. 20. desember 1944, fórst með vélbátnum Skuld 10. júlí 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.