„Elín Teitsdóttir (Miðey)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Elín Teitsdóttir''' í Miðey, húsfreyja, verslunarkona fæddist 30. desember 1932. <br> Foreldrar hennar voru Teitur Kristján Þórðarson frá Sumarliðabæ í Holtum, Ra...)
 
m (Verndaði „Elín Teitsdóttir (Miðey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. febrúar 2018 kl. 17:35

Elín Teitsdóttir í Miðey, húsfreyja, verslunarkona fæddist 30. desember 1932.
Foreldrar hennar voru Teitur Kristján Þórðarson frá Sumarliðabæ í Holtum, Rang. gjaldkeri í Reykjavík, f. 11. janúar 1891 í Straumfirði á Mýrum, Mýr., d. 3. maí 1965, og kona hans Anna Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1899 í Ingólfi á Eyrarbakka, d. 27. febrúar 1981.

Afabróðir Elínar var Gunnar Ólafsson kaupmaður í Vík.

Elín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var verslunarkona í Reykjavík, eignaðist Önnu Elínu 1954 með Randolf Cantley og Sigrúnu 1960 með Einari.
Hún fluttist til Eyja 1963, bjó á Vestri-Búastöðum í 1-2 ár.
Þau Emil giftu sig 1965, keyptu Miðey og bjuggu þar meðan byggilegt var, en fluttust til Reykjavíkur í Gosinu.
Þau eignuðust Erlu Guðrúnu 1970.
Hjónin bjuggu í fyrstu á Kleppsvegi 52, en síðan á Njálsgötu 59. Elín vann við verslunina Hamborg í Reykjavík.

I. Maður Elínar (1954), var Randolph Cantley Steele, f. 15. janúar 1926, d. 27. janúar 1978.
Barn þeirra:
1. Anna Elín Steele húsfreyja, yogakennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1954.

II. Maður Elínar var Einar Elíasson kaupmaður í Reykjavík, f. 13. nóvember 1921, d. 7. ágúst 2006.
Barn þeirra
2. Sigrún Einarsdóttir húsfreyja, grafískur hönnuður í Kópavogi, f. 2. maí 1960.

III. Maður Elínar, (24. desember 1965), er Emil Sigurðsson frá Búlandi, bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927.
Barn þeirra:
3. Erla Guðrún Emilsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, myndlistarmaður í Kópavogi, f. 6. febrúar 1970 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[