„Ásta Stefánsdóttir (Bergholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Ásta Linddal Stefánsdóttir. '''Ásta Linddal Stefánsdóttir''' húsfreyja, bóndi fæddist 26. apríl 1916 í Möðrudal á Fjöl...) |
m (Verndaði „Ásta Stefánsdóttir (Bergholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 4. janúar 2018 kl. 11:56
Ásta Linddal Stefánsdóttir húsfreyja, bóndi fæddist 26. apríl 1916 í Möðrudal á Fjöllum og lést 19. febrúar 2005.
Foreldrar hennar voru Katrín Brynjólfsdóttir vinnukona í Möðrudal, ráðskona á Stokkseyri, f. 13. desember 1883, d. 1950, og Stefán Einarsson bóndi í Möðrudal, f. 21. desember 1848, d. 3. febrúar 1916.
Ásta var með móður sinni og fylgdi henni í vinnumennsku hennar, lengst í Seli í Hrunamannahreppi og síðan í Galtafelli, var með henni á Hrepphólum 1930. Hún var á unga aldri á Stokkseyri og í vist í Reykjavík.
Hún fluttist til Eyja og bjó með Antoni í Bergholti, eignaðist með honum tvö börn. Þau slitu samvistir.
Ásta fluttist til Stokkseyrar um 1940, hóf sambúð með Jóni og eignaðist með honum tvö börn. Þau bjuggu á Sólheimum
(nú Kumbaravogur) , en á Vestri-Grund frá 1941.
Jón lést 1984. Ásta bjó síðast á Stokkseyri. Hún lést 2005.
I. Sambýlismaður Ástu var Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, verkamaður frá Fagurhól, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991.
Börn þeirra:
1. Ásta Erla Antonsdóttir, f. 24. júlí 1937 í Bergholti.
2. Hörður Antonsson, f. 20. mars 1939 í Bergholti.
II. Sambýlismaður Ástu var Jón Guðjónsson frá Auðsholti, Árn., bóndi, f. 17. október 1910, d. 20. nóvember 1984. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi, f. 10. apríl 1875, d. 31. janúar 1955, og kona hans Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1872, d. 14. september 1922.
Börn þeirra:
3. Guðjón Már Jónsson sjómaður, fiskvinnslumaður, f. 28. ágúst 1941, d. 20. október 2015. Kona hans var Sigurborg Kristín Ásgeirsdóttir.
2. Stefán Muggur Jónsson, f. 30. ágúst 1946. Kona hans: Kristín Ágústsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 26. febrúar 2005. Minning.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.