„Lovísa Guðjónsdóttir (Lögbergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Lovísa Guðjónsdóttir (Lögbegi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Lovísa Guðjónsdóttir (Lögbegi) á Lovísa Guðjónsdóttir (Lögbergi)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2017 kl. 21:27
Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74 og lést 9. október 2017 á Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Þorsteinsson verkamaður, síðar á Lögbergi, f. 15. júní 1889, d. 25. júní 1980, og kona hans Pálína Geirlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901, d. 11. mars 1992.
Börn Guðjóns og Pálínu:
1. Páll Magnús Guðjónsson sjómaður, f. 12. desember 1926 í Hlíð u. Eyjafjöllum.
2. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1930 á Vestmannabraut 74.
3. Þorsteinn Guðjónsson sjómaður matsveinn, verkamaður, f. 11. september 1932 á Hásteinsvegi 13, d. 20. september 2013.
Fóstursonur þeirra er
4. Magnús Gísli Magnússon íþróttakennari, f. 5. september 1947 í Keflavík. Foreldrar hans voru Magnús Dalmann Hjartarson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. desember 1923, d. 5. ágúst 1990, og Hulda Gísladóttir, f. 12. október 1928 verkakona, húsfreyja í Reykjavík, d. 3. apríl 1985.
Lovísa var með foreldrum sínumí æsku, á Vestmannabraut 74, í Mörk við Hásteinsveg og síðan á Lögbergi við Vestmannabraut og þar bjuggu þau Ágúst, en fluttu síðar að Hólagötu 8.
Þau Ágúst eignuðust Pál Guðjón á Lögbergi 1948, giftu sig 1949, eignuðust Helgu Guðbjörgu á Lögbergi 1951, en voru komin að Hólagötu 8 við fæðingu Hrannar 1954.
Lovísa vann síðar verkakvennastörf og var starfsmaður á skóladagheimili.
Hún dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Ágúst lést 2000 og Lovísa 2017.
I. Maður Lovísu, (4. júní 1949), var Gunnar Ágúst Helgason sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, forstöðumaður, f. 22. janúar 1923 á Hamri, d. 23. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Páll Guðjón Ágústsson, f. 21. nóvember 1948 á Lögbergi.
2. Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, f. 10. september 1951 á Lögbergi.
3. Hrönn Ágústsdóttir, f. 2. október 1954 á Hólagötu 8.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 28. október 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.