„Ármann Guðjónsson (Skjaldbreið)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Markús Ármann Guðjónsson''' frá Skjaldbreið, stýrimaður fæddist 9. september 1910 á Skjaldbreið og lést 10. mars 2013.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson fr...)
 
m (Verndaði „Ármann Guðjónsson (Skjaldbreið)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. mars 2017 kl. 11:37

Markús Ármann Guðjónsson frá Skjaldbreið, stýrimaður fæddist 9. september 1910 á Skjaldbreið og lést 10. mars 2013.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson frá Sjávarhólma á Kjalarnesi, sjómaður, bátsformaður, bóndi, f. 4. október 1873, d. 11. mars 1944, og kona hans María Ingimundardóttir frá Miðey í A-Landeyjum, vinnukona á Skjaldbreið, húsfreyja, f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.

Móðursystkini Ármanns í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
3. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
4. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.

Ármann var með móður sinni á Skjaldbreið 1910, fluttist með henni úr Eyjum 1913 að Loftsbúð í Sandgerði, síðan í Sandgerðisvík og í Endagerði við Sandgerði 1928.
Ármann stundaði sjómennsku frá unglingsaldri, fékk stýrimannsréttindi. Hann sigldi á skipum Eimskipafélagsins árum saman.
Þau Ólafía giftu sig 1942 og eignuðust tvö börn.
Hún lést 1993.
Ármann dvaldi að síðustu á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík og lést 2013.

Kona Ármanns var Ólafía Ástríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1906 á Skriðnafelli á Barðaströnd, d. 18. maí 1993. Foreldrar hennar voru Þórður Valdimar Marteinsson bóndi á Fit og í Holti á Barðaströnd, f. 1. maí 1879, d. 7. maí 1929 og kona hans Ólafía Ingibjörg Elíasdóttur húsfreyja, f. 26. september 1885, d. 1. ágúst 1970, en Ólafía Ástríður var alin upp af móðurforeldrum sínum Elíasi Ólafssyni bónda á Skriðnafelli, f. 9. september 1858, d. 16. júní 1921, og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur húsfreyju, f. 15. febrúar 1864, d. 8. september 1917.
Börn þeirra:
1. María Ármannsdóttir, f. 1. mars 1939, d. 1. október 2015. Maður hennar var Marel Andrésson, f. 13. janúar 1937.
2. Helgi Marteinn Ármannsson, f. 4. september 1942. Kona hans var Michaela Roberta Jespersen húsfreyja, f. 19. september 1938, d. 15. september 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.