„Soffía Þorsteinsdóttir (Odda)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Soffía Katrín Þorsteinsdóttir''' húsfreyja, verkakona í Odda fæddist 31. júlí 1895 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi og lést 21. maí 1978.<br> Foreldrar hennar v...) |
m (Verndaði „Soffía Þorsteinsdóttir (Odda)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. janúar 2017 kl. 21:14
Soffía Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja, verkakona í Odda fæddist 31. júlí 1895 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi og lést 21. maí 1978.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, þá bóndi á Vallarhjáleigu, síðar á Grímsstöðum, f. 2. október 1872, d. 5. nóvember 1954, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, síðar á Grímsstöðum, f. 12. júní 1863, d. 17. október 1947.
Börn Þorsteins og Guðbjargar í Eyjum voru:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, f. 16. júní1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður í Húsavík, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
Soffía var tökubarn á Kúfhóli í A-Landeyjum 1901. Hún fluttist úr Landeyjum til Eyja 1916, giftist Árna 1917 og eignaðist Ólaf á árinu.
Þau Árni bjuggu á Hólmi 1916 og við giftingu 1917, voru komin á Eyjarhóla 1918 og voru þar enn 1922, á Höfða 1925 og 1927, voru í Odda 1930 og síðan.
Árni lést 1963 og Soffía 1978.
Maður Soffíu, (26. maí 1917), var Árni Jónsson verslunarmaður, verkstjóri, f. 12. apríl 1989, d. 21. júní 1963.
Börn þeirra:
1. Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917 á Hólmi, d. 26. febrúar 1997.
2. Guðríður Árnadóttir, f. 31. júlí 1917 á Hólmi, d. 15. október 1917.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.