Guðjón Þorsteinsson (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður fæddist 20. ágúst 1896 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi og lést 20. júní 1935.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, f. 2. október 1872 í Berjanesi u. V-Eyjafjöllum, d. 5. nóvember 1954, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1863, d. 17. október 1947.

Börn Þorsteins Jónssonar og Guðbjargar í Eyjum:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður í Lambhaga, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
6. Gissur Þorsteinsson kaupmaður, sölumaður, bóndi, f. 8. apríl 1903, d. 26. febrúar 1975.

Guðjón var sveitarbarn í Strandarhjáleigu í V.-Landeyjum 1901 og 1902, tökubarn í Ystakoti þar 1903, fósturdrengur á Álftarhóli í A.-Landeyjum 1910.
Hann flutti til Eyja 1917, var verkamaður, leigjandi á Strönd 1920, var verkamaður og bjó með Björgu unnustu sinni í Vallanesi við Heimagötu 42 1927. Þau eignuðust Gunnar Hólmfreð þar 1928.
Guðjón varð útvegsbóndi og bjó í Húsavík við Urðaveg 28 1930.
Hann veiktist, lést á Vífilsstöðum 1935.

I. Sambúðarkona Guðjóns var Björg Jónsdóttir Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1905, d. 17. desember 1978.
Barn þeirra:
1. Gunnar Hólmfreð Guðjónsson, f. 7. júní 1928, d. í nóvember 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.