„Guðjón Högni Pálsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 39: Lína 39:
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Einarshöfn]]
[[Flokkur: Íbúar í Einarshöfn]]
[[Flokkur: Íbúar við Kirkjuveg]]

Útgáfa síðunnar 9. desember 2016 kl. 18:14

Guðjón Högni Pálsson.

Guðjón Högni Pálsson fæddist 13. desember 1925 í Einarshöfn og lést 15. nóvember 2001 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Páll Þórðarson verkamaður í Varmadal, f. 3. október 1903, d. 19. maí 1992, og Guðný Regína Stefánsdóttir, f. 5. desember 1905, d. 24. júlí 1986

Börn Páls og Regínu voru:
1. Guðjón Högni Pálsson sjómaður, farmaður, hermaður, verslunarmaður, f. 13. desember 1925 í Einarshöfn, d. 15. nóvember 2001.
2. Páll Hörður Pálsson skipstjóri, f. 17. janúar 1931 á Ingólfshvoli, d. 7. maí 1990.

Börn Regínu og Steindórs Guðmundssonar og hálfsystkini Guðjóns Högna:
3. Laufey Steindórsdóttir verkakona, verslunarmaður á Stokkseyri, f. 24. nóvember 1937 í Langa-Hvammi, d. 13. desember 2001.
4. Bára Steindórsdóttir starfsmaður kaupfélags Árnesinga á Selfossi, f. 7. desember 1938, d. 6. júní 2006.
5. Einar Sigurður Steindórsson fisksali, f. 1. desember 1943.

Guðjón fór ungur í fóstur í Flóann og ólst þar upp og síðar með móður sinni
Hann fór til sjós 15 ára gamall og fór fljótlega í millilandasiglingar.
Hann gekk í bandaríska herinn og gifti sig og skildi, en kom um síðir aftur til Íslands þar sem hann vann við ýmis störf, mest í tengslum við Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll. Síðar vann hann lengi hjá Breiðholti hf. Síðustu árin vann hann ýmis verslunarstörf.
Guðjón Högni lést 2001.

I. Fyrri kona Guðjóns var Al-Dora Patterson. Þau skildu.

II. Síðari kona hans var Sigríður Jónsdóttir, f. 15. maí 1922, d. 21. júlí 2000. Foreldrar hennar voru Jón Kr. Jónsson trésmíðameistari í Reykjavík, f. 24. ágúst 1896, d. 3. janúar 1969, og Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1900, d. 15. nóvember 1995.
Börn þeirra:
1. Stefán Þórður Guðjónsson, f. 15. sept. 1955, búsettur í Noregi.
2. Ása Hildur Guðjónsdóttir, f. 26. okt. 1957. Maður hennar er Örn Sigurðsson, f. 11. maí 1951.
3. Vilhjálmur Jón Guðjónsson, f. 24 apríl 1959. Hans maður er Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson, f. 29. sept. 1960.
Barn Sigríðar frá fyrra hjónabandi er
4. Sigrún Jóna Jónsdóttir, f. 11. des. 1946. Faðir hennar var Jón Daníelsson, f. 7. apríl 1920, d. 7. mars 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.