Laufey Steindórsdóttir (Langa-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Laufey Steindórsdóttir.

Laufey Steindórsdóttir frá Langa-Hvammi, húsfreyja, verslunarmaður á Selfossi fæddist 24. nóvember 1937 í Langa-Hvammi og lést 13. desember 2001.
Foreldrar hennar voru Steindór Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 11. nóvember 1904 í Tjarnarkoti á Stokkseyri, d. 29. júní 1959 í Baldursheimi þar, og Guðný Regína Stefánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. desember 1905 í Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði, d. 24. júlí 1986 á Selfossi.

Hálfbræður Laufeyjar í Eyjum, sammæddir, voru:
1. Guðjón Högni Pálsson farmaður, hermaður, verslunarmaður, f. 13. desember 1925 í Einarshöfn, d. 15. nóvember 2001.
2. Páll Hörður Pálsson sjómaður, skipstjóri, f. 17. janúar 1932 á Ingólfshvoli, d. 7. maí 1990.

Laufey fluttist til Stokkseyrar með foreldrum sínum 1938 og ólst þar upp með þeim.
Hún vann ýmis störf sem unglingur, m.a. í fiskvinnslu og við hótelið á Stokkseyri. Hún var einn vetur í vist í Reykjavík, seinna við verslunarstörf á Selfossi þ. á m. í Selfossapóteki og mjólkurbúð. Laufey var síðan heimavinnandi um skeið, en hóf störf við Kaupfélag Árnesinga í kringum 1970 og vann þar óslitið við aðalverslun KÁ, lengst af sem innkaupastjóri fata- og skódeildar, uns hún lét af störfum vegna veikinda.

Maður Laufeyjar, (23. apríl 1959), var Leifur Guðmundsson frá Hróarslæk á Rangárvöllum, verslunarmaður hjá Kaupfélaginu, f. 4. október 1937. Foreldrar hans voru Guðmundur Pálsson bóndi, verslunarmaður, f. 6. mars 1904 á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, d. 16. febrúar 1974 á Hvolsvelli, og kona hans Guðrún Þorgerður Sveinsdóttir, f. 9. okt. 1917 á Útverkum á Skeiðum.
Börn þeirra:
1. Steindór Guðmundur Leifsson prentsetjari, f. 3. september 1956, d. 13. september 1999.
2. Gunnar Rúnar Leifsson sjúkraþjálfari, f. 13. maí 1958. Kona hans Birgit Myschi.
3. Sara Leifsdóttir húsfreyja, starfsmaður í skjalasafni Reykjavíkur, f. 24. janúar 1963.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 20. desember 2001. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.