„Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir (Batavíu)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir''' frá Batavíu fæddist 7. desember 1872 í Brandshúsi og lést 19. júlí 1945 í Vesturheimi.<br> Foreldrar hennar voru [...) |
m (Verndaði „Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir (Batavíu)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. október 2016 kl. 17:57
Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir frá Batavíu fæddist 7. desember 1872 í Brandshúsi og lést 19. júlí 1945 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ögmundsson vitavörður og járnsmiður f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914, og fyrri kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1830, d. 1. júlí 1886.
Jóhanna Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, í Brandshúsi og Batavíu.
Hún fór til Reykjavíkur 1888, var vinnukona í Björgvin á Seyðisfirði 1890, var húsfreyja í Ólafshúsi í Reykjavík 1901. Hún fór til Vesturheims 1909 með síðari manni sínum Sigurði Guðlaugssyni.
Jóhanna Sigríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (27. nóvember 1897), var Þorkell Ólafsson steinsmiður, f. 1870, d. 22. mars 1907.
Börn þeirra:
1. Sigríður Þorkelsdóttir, f. 30. október 1898 í Reykjavík, d. 26. nóvember 1976. Maður hennar var Albert Vídalín Erlendsson.
2. Þuríður Þorkelsdóttir, f. 25. maí 1900.
3. Guðmundur Þorkelsson í Point Roberts, f. 4. júlí 1901 í Reykjavík.
4. Jón Ingvi Þorkelsson leikhúsmaður, f. 23. apríl 1903, d. 4. júní 1953. Hann var í fóstri hjá Ingibjörgu Hreinsdóttur á Eiðum 1910. Hún var hálfsystir móður hans. (Sjá Blik 1965, Yngvi Þorkelsson).
5. Ólafur Þorkelsson, f. 12. desember 1905, d. 30. desember 1906.
II. Síðari maður Jóhönnu Sigríðar var Sigurður Guðlaugsson frá Fíflholtshjáleigu, f. 12. maí 1867 í Dísukoti í Þykkvabæ, kaupmaður í Reykjavík, veitingamaður í Bellingham í Bandaríkjunum. Þau fóru til Ameríku 1909. Þau voru barnlaus.
Systkini Sigurðar í Eyjum voru:
1. Magnús Guðlaugsson í Fagurlyst, bátsformaður, f. 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.
2. Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja í Krókatúni og Lambhúskoti u. Eyjafjöllum, síðar í Stafholti, f. 13. júlí 1868, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.
3. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Túni, Jakobshúsi og Litla-Bergholti, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.