„Sigurfinnur Einarsson (Fagradal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
I. Kona hans, (9. ágúst 1941),  var [[Anna Ester Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.<br>  
I. Kona hans, (9. ágúst 1941),  var [[Anna Ester Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.<br>  
Börn þeirra:<br>  
Börn þeirra:<br>  
1. [[Einar Sigurfinnsson yngri|Einar Sigurður Sigurfinnsson]], f. 14. febrúar 1940.<br>
1. [[Einar Sigurfinnsson (yngri)|Einar Sigurður Sigurfinnsson]], f. 14. febrúar 1940.<br>
2. [[Sigurfinnur Sigurfinnsson (Fagradal)| Sigurfinnur Sigurfinnsson]], f. 18. júní 1944.<br>
2. [[Sigurfinnur Sigurfinnsson (Fagradal)| Sigurfinnur Sigurfinnsson]], f. 18. júní 1944.<br>
3.  [[Þorbjörg Sigurfinnsdóttir (Fagradal)| Þorbjörg Sigurfinnsdóttir]], f. 5. júní 1949.
3.  [[Þorbjörg Sigurfinnsdóttir (Fagradal)| Þorbjörg Sigurfinnsdóttir]], f. 5. júní 1949.

Útgáfa síðunnar 19. september 2016 kl. 15:33

Sigurfinnur í maí 1990.
Sigurfinnur ásamt föður og bræðrum. F.v. Sigurbjörn, Einar, Sigurfinnur og Guðmundur.

Sigurfinnur Einarsson verkstjóri fæddist 3. desember 1912 og lést 23. febrúar 2004. Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson og Gíslrún Sigurbergsdóttir.

Hann var kvæntur Önnu Ester Sigurðardóttur. Þau áttu börnin Einar, Sigurfinn og Þorbjörgu.

Hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Hraunbúðum.

Frekari umfjöllun

Sigurfinnur Einarsson sjómaður, stýrimaður, verkstjóri fæddist 3. desember 1912 á Efri-Steinsmýri í Meðallandi og lést 23. febrúar 2004. Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson bóndi, síðar sendill við Símstöðina, f. 14. september 1884, d. 17. maí 1979, og fyrri kona hans Gíslrún Sigurbergsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1887, d. 1. janúar 1913.

Móðir Sigurfinns fórst í eldsvoða, er hann var tæplega mánaðar gamall. Hann var með föður sínum á Efri-Steinsmýri til 1913, var tökubarn í Háu-Kotey í Meðallandi 1913-1915, var með föður sínum í Lágu-Kotey þar 1915-1926, en fór þá til Reykjavíkur. Hann kom til föður síns að Iðu í Biskupstungum 1929 frá Núpum í Ölfusi og var með honum til 1939, en fluttist þá til Eyja.
Sigurfinnur var sjómaður og verkamaður, var lengi stýrimaður á Emmu hjá Eyjólfi á Bessastöðum. Síðar vann hann hjá Ísfélaginu og var þar verkstjóri.
Þau Anna Ester bjuggu á Hásteinsvegi 2, (Heiðardal) við giftingu 1941 og við fæðingu Sigurfinns 1944, en á Bárustíg 15, (Baðhúsinu) við fæðingu Þorbjargar 1949.
Þau bjuggu síðar í Fagradal, fluttust til Hveragerðis um skeið við Gos, en fluttust að Faxastíg 35 1978.
Anna Ester lést 1980.
Sigurfinnur bjó með Guðrúnu Ólafsdóttur frá 1990.
Hann dvaldi að síðustu í Hraunbúðum, lést 2004 á Sjúkrahúsinu.

I. Kona hans, (9. ágúst 1941), var Anna Ester Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
Börn þeirra:
1. Einar Sigurður Sigurfinnsson, f. 14. febrúar 1940.
2. Sigurfinnur Sigurfinnsson, f. 18. júní 1944.
3. Þorbjörg Sigurfinnsdóttir, f. 5. júní 1949.

II. Sambýliskona Sigurfinns frá 1990 var Guðrún Ólafsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, f. 26. júlí 1919, d. 30. ágúst 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. febrúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.