Þorbjörg Sigurfinnsdóttir (Fagradal)
Þorbjörg Sigurfinnsdóttir frá Fagradal, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist þar 5. júní 1949 og lést 27. nóvember 1996 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Sigurfinnur Einarsson stýrimaður, verkstjóri, f. 3. desember 1912, d. 23. febrúar 2004, og kona hans Anna Ester Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
Börn Önnu Esterar og Sigurfinns:
1. Einar Sigurður Sigurfinnsson, f. 14. febrúar 1940, d. 19. maí 2004.
2. Sigurfinnur Sigurfinnsson, f. 18. júní 1944.
3. Þorbjörg Sigurfinnsdóttir, f. 5. júní 1949, d. 27. nóvember 1996.
Þorbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum, í Fagradal og á Hásteinsvegi 55.
Hún vann snemma við fiskvinnslu og stundaði þau störf lengi.
Þau Kristján giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 55, en skildu 1969.
Þau Viðar giftu sig 1969, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Skólavegi 47, Heiðarvegi 11 og Foldahrauni 42b.
Þorbjörg lést 1996.
I. Fyrri maður Þorbjargar, (15. október 1966), er Kristján B. Laxfoss Hávarðsson, býr í Kanada, f. 3. október 1947. Foreldrar hans voru Hávarður Karl Reimarsson verslunarmaður, f. 3. júlí 1917, d. 10. febrúar 1991, og Guðný Aalen Jóhannesardóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1909, d. 8. október 1960.
Börn þeirra:
1. Gunnar Laxfoss útgerðarmaður í Seattle í Bandaríkjunum, f. 21. maí 1965. Kona hans Christine Laxfoss.
2. Gísli Árni Kristjánsson sjómaður, bjó í Kanada, f. 12. september 1966, látinn. Kona hans Svava Vilborg Ólafsdóttir.
II. Síðari maður Þorbjargar, (26. desember 1969), er Viðar Sigurbjörnsson sjómaður, starfsmaður í smiðju Vinnslustöðvarinnar, f. 20. mars 1947. Foreldrar hans Sigurbjörn Svavar Bjarnason frá Akureyri, skrifstofustjóri, f. 17. september 1921, d. 8. júní 1993, og kona hans Axelína Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1924 á Arnareyri í Þorgeirsfirði, S.-Þing., d. 24. apríl 2004.
Barn þeirra:
3. Sigurbjörn Einar Viðarsson sjómaður í Reykjavík., f. 18. janúar 1977, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 7. desember 1996. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.