„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Matsveinanámskeið“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Í desemberblaði Ægis 1938 birtist ágætis grein og skýrsla um matsveinanámskeiðið það haust, og af því að við höfum margt að læra af þeirri grein einmitt í dag, bæði um matsveinanámskeið og önnur efni, birtir Sjómannadagsblaðið greinina í heild.<br> | Í desemberblaði Ægis 1938 birtist ágætis grein og skýrsla um matsveinanámskeiðið það haust, og af því að við höfum margt að læra af þeirri grein einmitt í dag, bæði um matsveinanámskeið og önnur efni, birtir Sjómannadagsblaðið greinina í heild.<br> | ||
Matsveinanámskeið haustið 1937. Frá v. til h. Efri röð: [[Kristján Thorberg]], [[Garðstaður|Garðstöðum]]; [[Hlöðver Johnsen|Hlöðver Johnsen]], [[Saltaberg|Saltabergi]]; [[Gestur Auðunsson]], [[Sólheimar|Sólheimum]]; [[Jóhann Ármann Kristjánsson|Jóhann Kristjánsson]], [[Bessastígur|Bessastíg]] 10; [[Pétur Sigurðsson]], [[Heimagata|Heimagötu]] 20; [[Pétur Guðbjartsson]], [[Brimhólabraut|Brimhólabraut]] 2. Fremri röð frá v. til h.: [[Guðjón Jónsson|Guðjón Jónsson]], [[Vinaminni|Vinaminni]]; [[Ármann Bjarnason]], [[Laufholt|Laufholti]]; [[Sigurbjörn Stefánsson]]; [[Ögmundur Sigurðsson]], Lambakoti; [[Vigfús Guðmundsson]], | Matsveinanámskeið haustið 1937. Frá v. til h. Efri röð: [[Kristján Thorberg]], [[Garðstaður|Garðstöðum]]; [[Hlöðver Johnsen|Hlöðver Johnsen]], [[Saltaberg|Saltabergi]]; [[Gestur Auðunsson]], [[Sólheimar|Sólheimum]]; [[Jóhann Ármann Kristjánsson|Jóhann Kristjánsson]], [[Bessastígur|Bessastíg]] 10; [[Pétur Sigurðsson]], [[Heimagata|Heimagötu]] 20; [[Pétur Guðbjartsson]], [[Brimhólabraut|Brimhólabraut]] 2. Fremri röð frá v. til h.: [[Guðjón Jónsson|Guðjón Jónsson]], [[Vinaminni|Vinaminni]]; [[Ármann Bjarnason]], [[Laufholt|Laufholti]]; [[Sigurbjörn Stefánsson]]; [[Ögmundur Sigurðsson]], Lambakoti; [[Vigfús Guðmundsson]], [[Vallartún]]i.<br> | ||
<center>[[Mynd:Matsveinanámskeið haustið 1937.png|500px|thumb|center|Matsveinanámskeið haustið 1937. Frá v. til h. Efri röð: Kristján Thorberg, Garðstöðum; Hlöðver Johnsen, Saltbergi; Gestur Auðunsson, Sólheimum; Jóhann Kristjánsson, Bessastíg 10; Pétur Sigurðsson, Heimagötu 20; Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut 2. - Fremri röð frá v. til h.: Guðjón Jónsson, Vinaminni; Ármann Bjarnason, Laufholti; Sigurbjörn Stefánsson; Ögmundur Sigurðsson, Lambakoti; Vigfús Guðmundsson, Vallartúni.]]</center> | <center>[[Mynd:Matsveinanámskeið haustið 1937.png|500px|thumb|center|Matsveinanámskeið haustið 1937. Frá v. til h. Efri röð: Kristján Thorberg, Garðstöðum; Hlöðver Johnsen, Saltbergi; Gestur Auðunsson, Sólheimum; Jóhann Kristjánsson, Bessastíg 10; Pétur Sigurðsson, Heimagötu 20; Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut 2. - Fremri röð frá v. til h.: Guðjón Jónsson, Vinaminni; Ármann Bjarnason, Laufholti; Sigurbjörn Stefánsson; Ögmundur Sigurðsson, Lambakoti; Vigfús Guðmundsson, Vallartúni.]]</center> |
Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2017 kl. 16:08
Allir vita, að góður matsveinn er ómissandi á hverju skipi og starf hans mikilvægt fyrir almenna vellíðan um borð. Eftir því sem skipin hafa stækkað og útivistir skipanna hafa orðið lengri, hefur þetta komið æ betur í ljós. Fyrir löngu hafa komið fram raddir um það í röðum sjómanna, að nauðsynlegt væri að halda hér reglulega matsveinanámskeið. Hefur áður verið bryddað á þessu hér í blaðinu. Þjóðhagslega séð, er hér einnig um mikið hagsmunamál að ræða, bæði fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Þetta er því mikið nauðsynjamál, og eins og fyrri daginn þarf ekkert annað en vilja og framtak til að koma þessu af stað. Hér í Vestmannaeyjum er allt til staðar, fullkomin eldhús fiskvinnslutöðvanna og nóg húsrými. Hafa sumir eigendur og framkvæmdastjórar þessara fyrirtækja sýnt þessu máli áhuga. Er áreiðanlegt, að þó einhver kostnaður yrði þessu samfara, þá myndi hann skila sér margfalt í bættri meðferð og nýtingu dýrra matvæla, auk þess sem sjómenn fengju hollara fæði og betri aðbúnað.
Þegar minnzt er á menntun og þjálfun matsveina á flotanum, komumst við að raun um, að um hreina afturför er að ræða, frá því sem áður var.
Fyrir rúmum 30 árum, haustin 1937 og '38, stóð Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, fyrir því, að hér voru haldin matsveinanámskeið. Studdi Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Kristján Bergsson hjá Fiskifélaginu Þorstein í að koma þessum námskeiðum af stað.
Að loknu námskeiði, fengu nemendur námsvottorð, og voru flestir þeirra næstu árin á eftir starfandi matsveinar á Eyjabátum. Hafa margir þeirra unnið við matreiðslustörf fram á þennan dag.
Í desemberblaði Ægis 1938 birtist ágætis grein og skýrsla um matsveinanámskeiðið það haust, og af því að við höfum margt að læra af þeirri grein einmitt í dag, bæði um matsveinanámskeið og önnur efni, birtir Sjómannadagsblaðið greinina í heild.
Matsveinanámskeið haustið 1937. Frá v. til h. Efri röð: Kristján Thorberg, Garðstöðum; Hlöðver Johnsen, Saltabergi; Gestur Auðunsson, Sólheimum; Jóhann Kristjánsson, Bessastíg 10; Pétur Sigurðsson, Heimagötu 20; Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut 2. Fremri röð frá v. til h.: Guðjón Jónsson, Vinaminni; Ármann Bjarnason, Laufholti; Sigurbjörn Stefánsson; Ögmundur Sigurðsson, Lambakoti; Vigfús Guðmundsson, Vallartúni.
Meðal útgerðarmanna og sjómanna í Vestmannaeyjum eru meiri samtök og samvinna en almennt vottar fyrir í öðrum verstöðvum landsins. Þar er öflugt og sjálfstætt bátaábyrgðarfélag, lýsissamlag, olíusamlag, netagerð o. fl. Allt þetta bendir á hina ríkjandi stefnu eyjaskeggja í útgerðarmálum. Má það heita harla einkennilegt, ef aðrir landsmenn, er smnda vélbátaútgerð, taka ekki upp svipaða stefnu á næsmnni.
En Vestmannaeyingar hugsa um fleira en það, sem í skjótu bragði virðist hafa mest áhrif fyrir fjárhagslega afkomu útgerðarinnar. Má í því sambandi nefna, að tvö ár í röð hafa verið haldin þar matsveinanámskeið. Slíkt getur máske ekki talizt til stórviðburða, en þó er vert að veita þeim tilraunum fyllstu athygli, er miða að því að gera fæði sjómannanna hollata og ódýrara en það er nú. Þótt namskeið þessi standi yfir smttan tíma, er ekki ólíklegt, að samt geti gætt áhrifa frá þeim í þá átt að bæta nokkuð úr því ófremdarástandi, sem yfirleitt ríkir í matreiðslu á hinum smærri fiskiskipum.
Matsveinanámskeiði því, er haldið var í Vestmannaeyjum í haust, lauk 7. des., og hafði það þá staðið í 50 daga. Átta piltar sóttu námskeiðið. Þar af voru sjö úr Vestmannaeyjum og einn úr Neskaupstað.
Nemendunum var kennt að búa til 12 kjötrétti, 14 fiskrétti, 10 síldarrétti, 6 ábætisrétti og 14 súpurétti. Áherzla var lögð á að nota garðávöxt í réttina, svo sem karröflur, gulrófur, rauðrófur, gulrætur, hvítkál, blómkál og grænkál. Allan brauðabaksrur önnuðus piltarnir sjálfir undir handleiðslu matreiðslukennarans, og lærðu þeir að baka júgbrauð, hveitibrauð og alls konar kaffibrauð. Áherzla var lögð á nýrni, hreinlæti og reglusemi.
Ásamt matreiðslunni lærðu piltarnir íslenzku, reikning og bókfærslu, samtals 6 stundir á viku. Bókfærslukennslan miðaði að því, að piltarnir gætu fært heimilisdagbók og fylgzt með tekjum og gjöldum síns eigin heimilis, en jafnframt fært dagbók yfir matvælakaup á útilegubát eða öðru fiskiskipi.
Piltarnir þurftu ekkert skólagjald að greiða, en þeir lögðu til efnið í fæðið. Fiskifélag íslands studdi námskeiðið með nokkru fjárframlagi, en að öðru leyti var það kostað af Vestmannaeyjabæ og ríkissjóði.
Matreiðslukennari var Sigurþór Sigurðsson matsveinn í Reykjavík, en bóklegu námsgreinarnar kenndi Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum.
Að námskeiðinu loknu, tóku sumir piltanna að sér heimilissrörf, og munu þeir gegna þeim störfum fram að vertíð. Annast þeir brauðabakstur á heimilunum og flest algeng innanhússtörf og þykja reynast vel.
Námskeið sem þetta þyrfti að halda í öllum stærstu veiðistöðvunum minnsta kosti annaðhvort ár. Á síðastliðnum vetri mun hafa verið leitað hófanna um að ríkissjóður veitti árlega nokkurt fé til styrktar matsveinanámskeiðum. Þeirri málaleitun var synjað, og verður það að skoðast fullkomin móðgun bæði við sjómenn og útgerðarmenn, þar sem enginn matsveinaskóli er í landinu. Vonandi verður fyrirgreiðsla ríkissjóðs betri, þessu máli til styrktar, næst þegar leitað verður þangað.