„Símon Egilsson (Miðey)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Símon Egilsson''' silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður í Miðey fæddist 22. júlí 1883 og drukknaði 20. ágúst 1924.<br> Foreldrar hans voru Egill...)
 
m (Verndaði „Símon Egilsson (Miðey)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2016 kl. 18:45

Símon Egilsson silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður í Miðey fæddist 22. júlí 1883 og drukknaði 20. ágúst 1924.
Foreldrar hans voru Egill Sveinsson bóndi í Miðey í A-Landeyjum, f. 24. desember 1848 í Stórholti á Rangárvöllum, drukknaði í Þjórsá 17. júní 1886, og síðari kona hans Sesselja Hreinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1844, d. 4. júní 1891. Egill var annar maður hennar.

Bróðir Símonar var
1. Kristján Egilsson verkstjóri á Stað.
Hálfbróðir Símonar, sammæddur, var
2. Einar Símonarson útvegsbóndi í London.

Símon var með foreldrum sínum fyrstu þrjú árin, en faðir hans drukknaði 1886. Hann var með móður sinni, sem bjó ekkja í Miðey til ársins 1888, en með móður sinni og Einari Árnasyni stjúpa sínum uns hún lést 1891.
Símon var vinnumaður hjá stjúpa sínum og Helgu Ísleifsdóttur konu hans í Miðey 1901.
Hann lærði silfursmíði og vélstjórnarfræði. Hann fluttist til Eyja 1903, var lausamaður í Ásgarði 1906-1909, útgerðarmaður og vélstjóri þar 1910-1912.
Símon byggði Miðey og flutti í húsið 1913. Valgerður flutti til Eyja 1913 og þau giftu sig á árinu, eignuðust þrjú börn.
Símon drukknaði við Landeyjasand í heyflutningum 2o. ágúst 1924. Þar drukknaði einnig Jóhann Guðjónsson frá Norðurbænum á Kirkjubæ.

Kona Símonar, (1913), var Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Símonarson rennismiður í Reykjavík, f. 9. nóvember 1914 í Miðey, d. 5. júlí 1994.
2. Egill Símonarson löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, f. 31. október 1915 í Miðey, d. 18. febrúar 1978.
3. Björg Símonardóttir tannsmiður, síðar starfsmaður Ríkisútvarpsins, f. 25. janúar 1918 í Miðey, d. 22. ágúst 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.