„Einar Sigurðsson (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Einar Sigurðsson''' skipstjóri frá Búastöðum fæddist 25. febrúar 1856 og fórst með hákarla- og handfæraveiðiskipinu Reykjavík 31. mars 1889. Foreldr...)
 
m (Verndaði „Einar Sigurðsson (Búastöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. janúar 2016 kl. 21:53

Einar Sigurðsson skipstjóri frá Búastöðum fæddist 25. febrúar 1856 og fórst með hákarla- og handfæraveiðiskipinu Reykjavík 31. mars 1889. Foreldrar hans voru Sigurður Torfason sjávarbóndi og hreppstjóri á Búastöðum, f. 14. febrúar 1822, d. 18. apríl 1870, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867.

Móðir Einars lést er hann var á 12. árinu og faðir hans, er hann var 14 ára.
Hann var léttadrengur í Garðinum 1870.
Einar stundaði sjófræðinám og bjó í Sauðagerði í Reykjavík 1880. Þau Þórunn giftu sig 1881 og eignuðust 4 börn, það síðasta eftir lát Einars.
Hann var stýrimaður og skipstjóri og fórst með veiðiskipinu Reykjavík 1889.
Þórunn sneri til Eyja með börnin 1891 og bjó á Oddsstöðum. Hún lést 1893.

Kona Einars, ( 16. desember 1881), var Þórunn Þórarinsdóttir húsfreyja frá Berufirði, f. 24. febrúar 1851, d. 9. febrúar 1893.
Börn þeirra hér:
1. Lísabet Þóra Einarsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 19. október 1882, d. 13. október 1920.
2. Jóhanna Ásdís Einarsdóttir Peyto hjúkrunarfræðingur í Vancouver í Kanada, f. 24. október 1883, d. 25. desember 1972.
3. Sigríður Einarsdóttir, f. 1886.
4. Einarína Þórunn Einarsdóttir Petersen húsfreyja í Danmörku, f. 15. september 1889, d. 14. nóvember 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.