„Þórður Sigurðsson (Hellnahóli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórður Sigurðsson''' bóndi á Hellnahóli u. Eyjafjöllum fæddist 7. febrúar 1845 og lést 18. desember 1903.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Sighvatsson bóndi í Voðmú...)
 
m (Verndaði „Þórður Sigurðsson (Hellnahóli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. september 2015 kl. 18:35

Þórður Sigurðsson bóndi á Hellnahóli u. Eyjafjöllum fæddist 7. febrúar 1845 og lést 18. desember 1903.
Foreldrar hans voru Sigurður Sighvatsson bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Efstakoti u. Eyjafjöllum, f. 20. mars 1792 á Efrihól þar, d. 14. júní 1864 á Núpi þar, og síðari kona hans Guðrún Gumundsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1808 í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum, d. 18. janúar 1874.

Þórður var bróðir
1. Sighvatar Sigurðssonar bónda og formanns á Vilborgarstöðum.
2. Ingibjargar Sigurðardóttur vinnukonu í Nýjabæ.
3. Hann var hálfbróðir, samfeðra, Sigurðar Sigurðssonar föður Ástríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Hellnahóli, síðar í Eyjum.

Þórður hafði stutta stans í Eyjum, var hjú í Garðhúsum 1901, lést utan Eyja 1903.

Þórður var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1846, d. 22. maí 1878.
Börn hér:
1. Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Felli, f. 30.september 1873, d. 27. janúar 1948.
2. Ragnhildur Þórðardóttir húsfreyja á Hvanneyri, f. 12. apríl 1877, d. 21. nóvember 1969.

II. Hann bjó með Guðrúnu Guðnadóttur.

III. Síðari kona Þórðar var Sólrún Þorvaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.