„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Sjómannadagurinn 1975“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>Sjómannadagurinn 1975</big></big> Sjómannadagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júní. Þeirri nýbreytni var framfylgt að fella niður há...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>Sjómannadagurinn 1975</big></big> | <big><big><center>Sjómannadagurinn 1975</center></big></big><br> | ||
Sjómannadagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júní. Þeirri nýbreytni var framfylgt að fella niður hátíðahöld í Friðarhöfn á laugardeginum fyrir sjómannadag. Þetta mun hafa verið gert í tilraunaskyni vegna þess að forstöðumenn Sjómannadagsins, — þ. e. Sjómannadagsráð, — töldu að verið gæti að fólk í bænum yfirleitt væri orðið leitt á einhliða og áþekkum skemmtiatriðum ár eftir ár við höfnina. Hvernig myndu bæjarbúar taka því, ef þessi gróni þáttur hátíðahaldanna væri felldur niður?<br> | Sjómannadagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júní. Þeirri nýbreytni var framfylgt að fella niður hátíðahöld í [[Friðarhöfn]] á laugardeginum fyrir sjómannadag. Þetta mun hafa verið gert í tilraunaskyni vegna þess að forstöðumenn Sjómannadagsins, — þ. e. Sjómannadagsráð, — töldu að verið gæti að fólk í bænum yfirleitt væri orðið leitt á einhliða og áþekkum skemmtiatriðum ár eftir ár við höfnina. Hvernig myndu bæjarbúar taka því, ef þessi gróni þáttur hátíðahaldanna væri felldur niður?<br> | ||
Því er skemmst frá að segja, að Sjómannadagsráð varð vart við mjög mikla andstöðu gagnvart þessari ráðstöfun. Reynslan sýnir, að jafnvel mun óhætt að leggja enn meiri áherslu og rækt við dagskrá laugardagsins, en gert hefur verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hefur nú þegar gert ýmsar ráðstafanir í því skyni; meðal annars með byggingu nýrra kappróðrabáta, svo eitthvað sé nefnt. | Því er skemmst frá að segja, að Sjómannadagsráð varð vart við mjög mikla andstöðu gagnvart þessari ráðstöfun. Reynslan sýnir, að jafnvel mun óhætt að leggja enn meiri áherslu og rækt við dagskrá laugardagsins, en gert hefur verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hefur nú þegar gert ýmsar ráðstafanir í því skyni; meðal annars með byggingu nýrra kappróðrabáta, svo eitthvað sé nefnt.<br> | ||
Hátíðahöld dagsins hófust klukkan 10.00 við Samkomuhús Vestmannaeyja, með setningarræðu [[Sigurgeir Ólafsson|Sigurgeirs Ólafssonar]] skipstjóra. Þaðan var farið í skrúðgöngu um bæinn til Landakirkju. Þar söng séra [[ | Hátíðahöld dagsins hófust klukkan 10.00 við [[Samkomuhús Vestmannaeyja]], með setningarræðu [[Sigurgeir Ólafsson (Víðivöllum)|Sigurgeirs Ólafssonar]] skipstjóra. Þaðan var farið í skrúðgöngu um bæinn til [[Landakirkja|Landakirkju]]. Þar söng séra [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn L. Jónsson]] sjómannamessu fyrir miklum fjölda kirkjugesta.<br> | ||
Að messu lokinni var haldið út að minnisvarðanum á kirkjulóðinni. Þar flutti [[Einar J. Gíslason]] ræðu til minningar um hrapaða og drukknaða. Við þá athöfn drúpti bandaríski fáninn við hlið hins íslenska í tilefni af því, að sumarið 1974 hrapaði bandarísk kona til bana í Heimakletti.<br> | Að messu lokinni var haldið út að minnisvarðanum á kirkjulóðinni. Þar flutti [[Einar J. Gíslason]] ræðu til minningar um hrapaða og drukknaða. Við þá athöfn drúpti bandaríski fáninn við hlið hins íslenska í tilefni af því, að sumarið 1974 hrapaði bandarísk kona til bana í [[Heimaklettur|Heimakletti]].<br> | ||
Kl. 14 | Kl. 14:00 var svo útihátíð á [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúni]]. Þar hélt aðalræðu dagsins [[Friðrik Ásmundsson]] skipstjóri. Síðan voru eftirtaldir sjómenn heiðraðir: [[Þorgeir Jóelsson]] frá [[Sælundur|Sælundi]], [[Sigurður Sigurjónsson (Kirkjulundi)|Sigurður Sigurjónsson]] vélstjóri á [[Lóðsinn|Lóðsinum]], [[Georg Jensson]] og [[Jón Ísak Sigurðsson|Jón Í. Sigurðsson]], hafnsögumaður.<br> | ||
Þá voru afhent viðurkenningarskjöl þeim, sem bjargað hofðu öðrum frá sjávarháska:<br> | Þá voru afhent viðurkenningarskjöl þeim, sem bjargað hofðu öðrum frá sjávarháska:<br> | ||
1. Ragnari Guðnasyni fyrir að bjarga | 1. [[Ragnar Guðnason|Ragnari Guðnasyni]] fyrir að bjarga | ||
stúlku úr Vestmannaeyjahöfn í júnímánuði 1973.<br> | stúlku úr Vestmannaeyjahöfn í júnímánuði 1973.<br> | ||
Lína 17: | Lína 17: | ||
af Hafrúnu frá Þorlákshöfn, sem brann á hafi úti.<br> | af Hafrúnu frá Þorlákshöfn, sem brann á hafi úti.<br> | ||
3. Skipstjóra og skipshöfn vélbátsins Sindra, fyrir að bjarga áhöfninni af Sigurði Gísla.<br> | 3. Skipstjóra og skipshöfn vélbátsins [[Sindri VE|Sindra]], fyrir að bjarga áhöfninni af Sigurði Gísla.<br> | ||
Því næst var haldin barnaskemmtun á túninu, og þótti hún takast mjög vel. | Því næst var haldin barnaskemmtun á túninu, og þótti hún takast mjög vel.<br> | ||
Um kvöldið var skemmtun í Samkomuhúsinu að vanda. Þar komu fram ýmsir helstu skemmtikraftar landsins. Afhentir voru verðlaunagripir aflakónganna. | Um kvöldið var skemmtun í Samkomuhúsinu að vanda. Þar komu fram ýmsir helstu skemmtikraftar landsins. Afhentir voru verðlaunagripir aflakónganna.<br> | ||
Síðan var dansað til kl. 04 | Síðan var dansað til kl. 04:00 eftir miðnætti.<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 27. janúar 2016 kl. 14:13
Sjómannadagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júní. Þeirri nýbreytni var framfylgt að fella niður hátíðahöld í Friðarhöfn á laugardeginum fyrir sjómannadag. Þetta mun hafa verið gert í tilraunaskyni vegna þess að forstöðumenn Sjómannadagsins, — þ. e. Sjómannadagsráð, — töldu að verið gæti að fólk í bænum yfirleitt væri orðið leitt á einhliða og áþekkum skemmtiatriðum ár eftir ár við höfnina. Hvernig myndu bæjarbúar taka því, ef þessi gróni þáttur hátíðahaldanna væri felldur niður?
Því er skemmst frá að segja, að Sjómannadagsráð varð vart við mjög mikla andstöðu gagnvart þessari ráðstöfun. Reynslan sýnir, að jafnvel mun óhætt að leggja enn meiri áherslu og rækt við dagskrá laugardagsins, en gert hefur verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hefur nú þegar gert ýmsar ráðstafanir í því skyni; meðal annars með byggingu nýrra kappróðrabáta, svo eitthvað sé nefnt.
Hátíðahöld dagsins hófust klukkan 10.00 við Samkomuhús Vestmannaeyja, með setningarræðu Sigurgeirs Ólafssonar skipstjóra. Þaðan var farið í skrúðgöngu um bæinn til Landakirkju. Þar söng séra Þorsteinn L. Jónsson sjómannamessu fyrir miklum fjölda kirkjugesta.
Að messu lokinni var haldið út að minnisvarðanum á kirkjulóðinni. Þar flutti Einar J. Gíslason ræðu til minningar um hrapaða og drukknaða. Við þá athöfn drúpti bandaríski fáninn við hlið hins íslenska í tilefni af því, að sumarið 1974 hrapaði bandarísk kona til bana í Heimakletti.
Kl. 14:00 var svo útihátíð á Stakkagerðistúni. Þar hélt aðalræðu dagsins Friðrik Ásmundsson skipstjóri. Síðan voru eftirtaldir sjómenn heiðraðir: Þorgeir Jóelsson frá Sælundi, Sigurður Sigurjónsson vélstjóri á Lóðsinum, Georg Jensson og Jón Í. Sigurðsson, hafnsögumaður.
Þá voru afhent viðurkenningarskjöl þeim, sem bjargað hofðu öðrum frá sjávarháska:
1. Ragnari Guðnasyni fyrir að bjarga
stúlku úr Vestmannaeyjahöfn í júnímánuði 1973.
2. Skipstjóra og skipshöfn vélbátsins Árntýs, fyrir björgun áhafnar
af Hafrúnu frá Þorlákshöfn, sem brann á hafi úti.
3. Skipstjóra og skipshöfn vélbátsins Sindra, fyrir að bjarga áhöfninni af Sigurði Gísla.
Því næst var haldin barnaskemmtun á túninu, og þótti hún takast mjög vel.
Um kvöldið var skemmtun í Samkomuhúsinu að vanda. Þar komu fram ýmsir helstu skemmtikraftar landsins. Afhentir voru verðlaunagripir aflakónganna.
Síðan var dansað til kl. 04:00 eftir miðnætti.