„Jes Nicolai Thomsen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Jes Nicolai Thomsen''' verslunarstjóri í [[Godthaab|Godthaabsverslun]] fæddist 7. nóvember 1840 á Vatneyri í Vestur Barðastrandarsýslu og lést  30. janúar 1919.<br>
'''Jes Nicolai Thomsen''' verslunarstjóri í [[Godthaabverzlun]] fæddist 7. nóvember 1840 á Vatneyri í Vestur Barðastrandarsýslu og lést  30. janúar 1919.<br>
Foreldrar hans voru William Thomsen kaupmaður  á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 18. júní 1819 í Haderslev, d. 22. júní 1853, og kona hans Anna  Margrét Knudsen, f. 28. desember 1815, d. 4. nóvember 1884, en hún var dóttir Margrethe Andrea Hölter Knudsen, f. 4. janúar 1781, d. 3. maí 1849. <br>
Foreldrar hans voru William Thomsen kaupmaður  á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 18. júní 1819 í Haderslev, d. 22. júní 1853, og kona hans Anna  Margrét Knudsen, f. 28. desember 1815, d. 4. nóvember 1884, en hún var dóttir Margrethe Andrea Hölter Knudsen, f. 4. janúar 1781, d. 3. maí 1849. <br>



Útgáfa síðunnar 28. desember 2015 kl. 15:24

Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóri í Godthaabverzlun fæddist 7. nóvember 1840 á Vatneyri í Vestur Barðastrandarsýslu og lést 30. janúar 1919.
Foreldrar hans voru William Thomsen kaupmaður á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 18. júní 1819 í Haderslev, d. 22. júní 1853, og kona hans Anna Margrét Knudsen, f. 28. desember 1815, d. 4. nóvember 1884, en hún var dóttir Margrethe Andrea Hölter Knudsen, f. 4. janúar 1781, d. 3. maí 1849.

Jes Nicolai fluttist til Eyja 1866 frá Dýrafirði til að starfa sem verslunarstjóri (factor) við Godthaabsverslunina. Hann var þá 26 ára.
Hann var verslunarstjóri í Godthaab til ársins 1894, en 7. apríl á því ári var verslunin seld Pétri Bryde og eignaðist hann þar með alla verslun í Eyjum nema þá verslun og pöntunarfélag, sem Gísli Stefánsson rak og pöntunarfélag, sem Sigurður Sigurfinnsson stóð fyrir. Bryde lét rífa Godthaabshúsin og flytja til Víkur í Mýrdal, þar sem hann stofnaði verslun.
Hjónin fluttust frá Frydendal til Reykjavíkur 1896. Jes bjó á Vesturgötu 24 1904-1907.
Hann lést 1919 í Reykjavík.

I. Barnsmóðir hans í Eyjum var Elín Steinmóðsdóttir vinnukona frá Steinmóðshúsi f. 26. maí 1836, d. 24. desember 1899.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Jesson, síðar verkamaður á Litlu-Grund, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.

II. Barnsmóðir Jes í Eyjum var Halldóra Samúelsdóttir frá Vesturhúsum f. 19. september 1844, fór til Vesturheims.
Barn þeirra var
2. Jóhanna Margrét Jesdóttir, f. 25. júní 1870. Hún fór með móður sinni áleiðis til Vesturheims 1870, en mun hafa látist á leiðinni.

III. Kona Jes Nicolai, (26. ágúst 1870), var Jóhanna Karólína Hansdóttir Rasmussen Bjarnasen, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920. Jes var síðari maður hennar.
3. Barn þeirra var Anna Petrea Thomsen, f. 9. maí 1871, d. 3. maí 1937. Hún varð kona Friðriks Gíslasonar ljósmyndara frá Hlíðarhúsi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.