„Ágúst Árnason (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. desember 2019 kl. 14:44

Ágúst

Ágúst Árnason var barnakennari í Vestmannaeyjum 1907-1937. Hann fæddist 18. ágúst 1871 og lést 2. apríl 1957.

Hann flutti til Vestmannaeyja 1900 þá 29 ára gamall. Í upphafi tók hann að sér sjómennsku og húsasmíðar en árið 1907 varð mikil fjölgun barna í Vestmannaeyjum og því var þörf á kennurum við Barnaskóla Vestmannaeyja. Þar vann hann sem kennari í 30 ár. Flest árin stundaði hann þó húsasmíðar meðfram kennslunni og hafði hann einnig smíðaverkstæði í kjallara íbúðarhúss síns, Baldurshaga (Vesturvegur 5a).

Ágúst var í raun fyrsti byggingarfulltrúi Vestmannaeyja. Hann mældi út flestar eða allar húslóðir fyrir jarðaumboð ríkisins í Eyjum og staðsetti íbúðarhúsin þar.

Ágúst var heitbundinn Ólöfu Ólafsdóttur og áttu þau fimm börn og tvö fósturbörn. Árið 1945 fluttust hjónin frá Eyjum og byggðu sér hús á Seltjarnarnesi.

Myndir


Heimildir