„Guðbjörg Helgadóttir (Kirkjubæjarbraut)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Börn Hjálmars og Guðbjargar:<br> | Börn Hjálmars og Guðbjargar:<br> | ||
1. [[Þorgerður Hjálmarsdóttir|Þorgerður]], fædd 14. janúar 1921, dáin 28. maí 2004.<br> | 1. [[Þorgerður Hjálmarsdóttir|Þorgerður]], fædd 14. janúar 1921, dáin 28. maí 2004.<br> | ||
2. [[Jón | 2. [[Jón Gunnsteinsson Hjálmarsson|Jón Gunnsteinsson]], f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.<br> | ||
3. [[Kristín Helga Hjálmarsdóttir|Kristín Helga]], fædd 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.<br> | 3. [[Kristín Helga Hjálmarsdóttir|Kristín Helga]], fædd 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.<br> | ||
4. [[Svava Hjálmarsdóttir|Svava]], fædd 16. ágúst 1929, dáin 16. janúar 1988.<br> | 4. [[Svava Hjálmarsdóttir|Svava]], fædd 16. ágúst 1929, dáin 16. janúar 1988.<br> |
Útgáfa síðunnar 15. mars 2016 kl. 14:19
Einara Guðbjörg Helgadóttir húsfreyja á Kirkjubæjarbraut 2 fæddist 16. október 1898 á Gili í Fljótum í Skagafirði og lést 23. júní 1958.
Faðir hennar var Helgi bóndi á Gili í Fljótum í Skagafirði 1886-1900, í Grímshúsi í Ólafsfirði 1910, f. 23. janúar 1853 að Beinhöll (Garði) á Langholti í Skagafirði, d. 1. febrúar 1925 í Hrísey, Hafliðason bónda á Hryggjum á Staðarfjöllum í Skagafirði, síðast á Skálahnjúki í Gönguskörðum þar, f. 1807, d. 8. september 1862, Hafliðasonar bónda í Vík í Staðarhreppi þar, f. 1780, d. 1832, Jónssonar, og barnsmóður Hafliða, Guðrúnar (eldri), síðar húsfreyju í Skálahnjúki þar, f. um 1785 á Nýlendu á Höfðaströnd þar, d. 1864 í Jónskoti á Reykjaströnd þar, Þorvaldsdóttur bónda á Reykjarhóli í Seyluhreppi þar, Sigurðssonar.
Móðir Helga Hafliðasonar og barnsmóðir Hafliða var Guðrún, þá ógift vinnukona í Beinhöll, f. 1809, Helgadóttir bónda að Holtsmúla á Langholti og síðar í Beinhöll, f. um 1754, d. 15. mars 1838, Árnasonar og síðari konu Helga Árnasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1767 í Gerði í Sjávarborgarsókn í Skagafirði, Jónsdóttur.
Móðir Guðbjargar og kona Helga Hafliðasonar var (20. september 1883) Kristín Sigríður húsfreyja, f. 23. maí 1858, d. 25. ágúst 1916 á Ólafsfirði, Eiríksdóttir bónda á Hálsi í Barðssókn og Stóru-Brekku í Fljótum í Skagafirði, f. 22. september 1823, d. 1900, Bjarnasonar bónda í Austari-Hóli í Flókadal þar, f. 31. júlí 1791, d. 16. júlí 1840, Eiríkssonar bónda á Lundi í Stíflu þar 1801, f. 1770, d. 22. júní 1823, Sigurðssonar, og konu Eiríks á Lundi, Gunnhildar húsfreyju, f. 1770, d. 6. mars 1825, Bjarnadóttur.
Móðir Eiríks á Lundi og kona Bjarna Eiríkssonar var Rannveig húsfreyja, f. 26. febrúar 1792, d. 16. jún1866, Sumarliðadóttir.
Móðir Kristínar Sigríðar og kona Eiríks á Hálsi var Kristín húsfreyja, f. 1837, Ólafsdóttir bónda í Hornbrekku í Ólafsfirði, f. 1. október 1802, d. 23. janúar 1865, Jónssonar, og konu Ólafs í Hornbrekku, Sigríðar húsfreyju, f. 3. september 1811, d. 11. ágúst 1855, Gísladóttur.
Guðbjörg var barn hjá foreldrum sínum í Grímshúsi í Ólafsfirði 1910. Hún fluttist til Eyja 1919 og var ógift hjú í Dölum 1920. Þar var Hjálmar sjómaður.
Maður Guðbjargar húsfreyju var Hjálmar Jónsson frá Dölum vélamaður, f. 5. júní 1899 í Bólstað í Mýrdal, dáinn 25. júlí 1968.
Börn Hjálmars og Guðbjargar:
1. Þorgerður, fædd 14. janúar 1921, dáin 28. maí 2004.
2. Jón Gunnsteinsson, f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.
3. Kristín Helga, fædd 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.
4. Svava, fædd 16. ágúst 1929, dáin 16. janúar 1988.
5. Sveinbjörn, fæddur 11. september 1931.
6. Jakobína, fædd 2. nóvember 1932.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910, IV. bindi. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga 1972.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.